Kínverjar hvattir til að klára af disknum sínum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 13:31 Xi Jingping, forseti Kína, vill setja fæðuöryggi á oddinn. AP/Bikash Dware Kínversk stjórnvöld hafa sagt matarsóun stríð á hendur, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins og flóða á matvælaframleiðslu landsins. Xi Jinping forseti segir matarmagnið sem fer forgörðum „yfirgengi- og tilfinnanlegt.“ Þannig er talið að um 17 til 18 milljón tonn af mat hafi endað í ruslinu í Kína árið 2015. Til að stemma stigu við matarsóun hefur „Hrein diska-herferðinni“ verið ýtt úr vör í Kína. Eins og nafnið gefur til kynna er herferðinni ætlað að fá Kínverja til að klára af diskunum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sambærileg herferð er kynnt til leiks. Það var jafnframt gert árið 2013 en þá var áherslan lögð á að fækka óhóflegum opinberum móttökum og öðrum viðburðum á vegum stjórnvalda. Nú eru það ekki síst almennir borgarar, allar 1400 milljónirnar, sem eru í forgrunni. Xi segir kórónuveirufaraldurinn hafi vakið fólk til meðvitundar um mikilvægi fæðuöryggis, sem Kínverjar ættu að setja á oddinn. Ekki bætir úr skák að flóð síðustu vikna í suðurhluta landsins hafa komið illa við matvælaframleiðendur á svæðinu. Hópur mínus einn Eftir yfirlýsingar Xi forseta hvöttu Veitingaþjónustusamtök Wuhan matsölustaði til að takmarka fjölda rétta sem viðskiptavinir geta keypt. Að sögn breska ríkisútvarpsins gengur fyrirkomulagið undir heitinu „N-1“ - heildarfjöldi rétta þyrfti því að vera einum lægri en stærð hópsins. Sem dæmi má nefna að 10 manna hópur mætti því aðeins kaupa 9 rétti. Fyrirkomulagið hefur mætt nokkur andspyrnu með íbúa borgarinnar sem segja það of strangt. „Hvað með einstakling sem fer út að borða? Hvað má hann panta marga rétti? Ekki neinn?“ er haft eftir einum notenda samfélagsmiðilsins Weibo. Mörgum þætti þannig eðlilegra að leggja áhersluna áfram á yfirgengilegar veislur hins opinbera, eins og gert var árið 2013. Kínverska ríkissjónvarpið beindi spjótum sínum jafnframt að netverjum sem tekið hafa upp á því að borða óhóflegt magn í beinni útsendingu á netinu. Uppátækið er að jafnaði kallað Mubang og er vinsælt sjónvarpsefni víða í Asíu, ekki síst í Kína. Ríkissjónvarpið kínverska segir að margir matgráðugir netverjar eigi það jafnvel til að kasta upp eftir útsendinguna, þeir eigi í mestu erfiðleikum með að melta allt matarmagnið sem þeir innbyrða fyrir áhorfendur. Kína Landbúnaður Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa sagt matarsóun stríð á hendur, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins og flóða á matvælaframleiðslu landsins. Xi Jinping forseti segir matarmagnið sem fer forgörðum „yfirgengi- og tilfinnanlegt.“ Þannig er talið að um 17 til 18 milljón tonn af mat hafi endað í ruslinu í Kína árið 2015. Til að stemma stigu við matarsóun hefur „Hrein diska-herferðinni“ verið ýtt úr vör í Kína. Eins og nafnið gefur til kynna er herferðinni ætlað að fá Kínverja til að klára af diskunum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sambærileg herferð er kynnt til leiks. Það var jafnframt gert árið 2013 en þá var áherslan lögð á að fækka óhóflegum opinberum móttökum og öðrum viðburðum á vegum stjórnvalda. Nú eru það ekki síst almennir borgarar, allar 1400 milljónirnar, sem eru í forgrunni. Xi segir kórónuveirufaraldurinn hafi vakið fólk til meðvitundar um mikilvægi fæðuöryggis, sem Kínverjar ættu að setja á oddinn. Ekki bætir úr skák að flóð síðustu vikna í suðurhluta landsins hafa komið illa við matvælaframleiðendur á svæðinu. Hópur mínus einn Eftir yfirlýsingar Xi forseta hvöttu Veitingaþjónustusamtök Wuhan matsölustaði til að takmarka fjölda rétta sem viðskiptavinir geta keypt. Að sögn breska ríkisútvarpsins gengur fyrirkomulagið undir heitinu „N-1“ - heildarfjöldi rétta þyrfti því að vera einum lægri en stærð hópsins. Sem dæmi má nefna að 10 manna hópur mætti því aðeins kaupa 9 rétti. Fyrirkomulagið hefur mætt nokkur andspyrnu með íbúa borgarinnar sem segja það of strangt. „Hvað með einstakling sem fer út að borða? Hvað má hann panta marga rétti? Ekki neinn?“ er haft eftir einum notenda samfélagsmiðilsins Weibo. Mörgum þætti þannig eðlilegra að leggja áhersluna áfram á yfirgengilegar veislur hins opinbera, eins og gert var árið 2013. Kínverska ríkissjónvarpið beindi spjótum sínum jafnframt að netverjum sem tekið hafa upp á því að borða óhóflegt magn í beinni útsendingu á netinu. Uppátækið er að jafnaði kallað Mubang og er vinsælt sjónvarpsefni víða í Asíu, ekki síst í Kína. Ríkissjónvarpið kínverska segir að margir matgráðugir netverjar eigi það jafnvel til að kasta upp eftir útsendinguna, þeir eigi í mestu erfiðleikum með að melta allt matarmagnið sem þeir innbyrða fyrir áhorfendur.
Kína Landbúnaður Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira