Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2020 11:22 Margir hafa gripið til þess ráðs að nota taugrímur. Getty/Noam Galai Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. Skortur er á rannsóknum á gagnsemi taugríma, en þær geta þó verið betri en ekki neitt, leyfi aðstæður ekki annað. Þetta kemur fram á Vísindavefnum þar sem leitast er við að svara spurningunni hvort taugrímur dugi til að verjast Covid-19. „Í stuttu máli vitum við að taugrímur virka ekki eins vel og skurðgrímur eða veirugrímur. Hins vegar geta þær verið betra en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað,“ segir á Vísindavefnum. Þar kemur einnig fram að almennt ætti að forðast taugrímur úr teygjanlegu efni, sem getur verið með breytilega síunargetu og þoli illa þvott. Einföld blanda af bómull og silki virðist hafa síunargetu sem er ekki ýkja langt frá skurðgrímum, og gott sé að miða við að taugríman sé minnst þriggja eða fjögurra laga, svo virkni grímunnar sé hámörkuð. Samantekið ættu eftirfarandi atriði að gilda um notkun taugríma að því er fram kemur á vísindavefnum. Aðeins nota þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni. Aðeins nota þegar ekki er hægt að nálgast einnota skurðgrímur. Þær þurfa að vera að minnsta kosti þriggja laga, helst með einu lagi úr þéttri bómull (innsta lagið) og tvö lög úr öðru, þéttu efni (til dæmis pólýester). Engin samnýting á grímum - hver á sína grímu. Þvo daglega. Þvo hendur reglulega með sápu og vatni.Taugrímur á aldrei að nota í stað skurðgríma í hááhættuaðstæðum (til dæmis á spítölum eða hjúkrunarheimilum). Nota á réttan hátt, samanber reglurnar hér að neðan Einnig er bent á almennar leiðbeiningar við notkun taugríma, sem gildi einnig um notkun á skurðgrímum. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn, og liggja þétt að andliti. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður. Þvo skal hendur eftir að gríman hefur verið tekin niður. Taugrímur þarf að þvo daglega. Nákvæm aðferð fer eftir gerð grímu en í flestum tilfellum er hefðbundinn þvottur í þvottavél ásættanlegur. Við aðstæður þar sem skylt er að nota andlitsgrímur líkt og skilgreint er í auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna Covid-19 er tekið fram að aðeins skal nota grímur sem uppfylla kröfur evrópsku staðlasamtakanna (CEN) og hefur sóttvarnalæknir jafnframt sett nánari leiðbeiningar þar að lútandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. Skortur er á rannsóknum á gagnsemi taugríma, en þær geta þó verið betri en ekki neitt, leyfi aðstæður ekki annað. Þetta kemur fram á Vísindavefnum þar sem leitast er við að svara spurningunni hvort taugrímur dugi til að verjast Covid-19. „Í stuttu máli vitum við að taugrímur virka ekki eins vel og skurðgrímur eða veirugrímur. Hins vegar geta þær verið betra en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað,“ segir á Vísindavefnum. Þar kemur einnig fram að almennt ætti að forðast taugrímur úr teygjanlegu efni, sem getur verið með breytilega síunargetu og þoli illa þvott. Einföld blanda af bómull og silki virðist hafa síunargetu sem er ekki ýkja langt frá skurðgrímum, og gott sé að miða við að taugríman sé minnst þriggja eða fjögurra laga, svo virkni grímunnar sé hámörkuð. Samantekið ættu eftirfarandi atriði að gilda um notkun taugríma að því er fram kemur á vísindavefnum. Aðeins nota þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni. Aðeins nota þegar ekki er hægt að nálgast einnota skurðgrímur. Þær þurfa að vera að minnsta kosti þriggja laga, helst með einu lagi úr þéttri bómull (innsta lagið) og tvö lög úr öðru, þéttu efni (til dæmis pólýester). Engin samnýting á grímum - hver á sína grímu. Þvo daglega. Þvo hendur reglulega með sápu og vatni.Taugrímur á aldrei að nota í stað skurðgríma í hááhættuaðstæðum (til dæmis á spítölum eða hjúkrunarheimilum). Nota á réttan hátt, samanber reglurnar hér að neðan Einnig er bent á almennar leiðbeiningar við notkun taugríma, sem gildi einnig um notkun á skurðgrímum. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn, og liggja þétt að andliti. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður. Þvo skal hendur eftir að gríman hefur verið tekin niður. Taugrímur þarf að þvo daglega. Nákvæm aðferð fer eftir gerð grímu en í flestum tilfellum er hefðbundinn þvottur í þvottavél ásættanlegur. Við aðstæður þar sem skylt er að nota andlitsgrímur líkt og skilgreint er í auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna Covid-19 er tekið fram að aðeins skal nota grímur sem uppfylla kröfur evrópsku staðlasamtakanna (CEN) og hefur sóttvarnalæknir jafnframt sett nánari leiðbeiningar þar að lútandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira