Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 07:59 Framgangur lögreglu og stjórnvalda gegn mótmælendum í Hvíta-Rússlandi hefur verið harlega gagnrýndur. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Mótmælin brutust út vegna mikillar óánægju með niðurstöður forsetakosninga en sitjandi forseti, Alexander Lúkasjenkó, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann hefur áður verið sakaður um kosningasvindl og telja margir eftirlitsaðilar kosninga, sem ekki fengu að fylgjast með þessum kosningum, að brögð hafi verið í tafli. Þá hefur mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaya, neitað að taka niðurstöður kosninganna gildar og flúði hún í kjölfar þeirra til Litháens. Maðurinn sem lést í mótmælunum í gær var 25 ára gamall en óljóst er hver dánarorsökin er. Móðir hans hefur sagt að hann hafi átt við hjartavandamál að stríða og hafi verið geymdur klukkutímum saman í lögreglubíl. Þá hefur lögreglan í Brest gefið það út að byssukúlur hafi verið notaðar í skotvopn lögreglunnar þegar mótmælendur sóttu að þeim. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda. Yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, Michelle Bachelet, sagði að fregnir hafi borist af því að lögreglan beitti óhóflegu afli, hafi skotið gúmmíkúlum inn í mótmælendahópa og sprautað vatni. Þá hafi þeir einnig kastað handsprengjum sem eru til þess gerðar að rota einstaklinga. Þá hafi ríflega sex þúsund verið teknir í hald lögreglu á síðustu þremur dögum, þar á meðal börn, og segir Bachelet það gefa til kynna að um fjöldahandtökur sé að ræða, sem sé klárt brot á alþjóðlegum mannréttindastöðlum. Það sem sé enn verra séu fregnir um hvernig farið sé með mótmælendur á meðan á varðhaldi stendur. Minnst 200 mótmælendur hafa særst og sumir alvarlega. Þá var ráðist á fréttateymi breska ríkisútvarpsins af lögreglu á þriðjudagskvöld. Einn annar mótmælandi hefur látið lífið, en hann lést í höfuðborg landsins Minsk á mánudag. Innanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands hefur haldið því fram að maðurinn hafi haldið á sprengju sem hafi sprungið á meðan hann hélt á henni. Hvíta-Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Mótmælin brutust út vegna mikillar óánægju með niðurstöður forsetakosninga en sitjandi forseti, Alexander Lúkasjenkó, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann hefur áður verið sakaður um kosningasvindl og telja margir eftirlitsaðilar kosninga, sem ekki fengu að fylgjast með þessum kosningum, að brögð hafi verið í tafli. Þá hefur mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaya, neitað að taka niðurstöður kosninganna gildar og flúði hún í kjölfar þeirra til Litháens. Maðurinn sem lést í mótmælunum í gær var 25 ára gamall en óljóst er hver dánarorsökin er. Móðir hans hefur sagt að hann hafi átt við hjartavandamál að stríða og hafi verið geymdur klukkutímum saman í lögreglubíl. Þá hefur lögreglan í Brest gefið það út að byssukúlur hafi verið notaðar í skotvopn lögreglunnar þegar mótmælendur sóttu að þeim. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda. Yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, Michelle Bachelet, sagði að fregnir hafi borist af því að lögreglan beitti óhóflegu afli, hafi skotið gúmmíkúlum inn í mótmælendahópa og sprautað vatni. Þá hafi þeir einnig kastað handsprengjum sem eru til þess gerðar að rota einstaklinga. Þá hafi ríflega sex þúsund verið teknir í hald lögreglu á síðustu þremur dögum, þar á meðal börn, og segir Bachelet það gefa til kynna að um fjöldahandtökur sé að ræða, sem sé klárt brot á alþjóðlegum mannréttindastöðlum. Það sem sé enn verra séu fregnir um hvernig farið sé með mótmælendur á meðan á varðhaldi stendur. Minnst 200 mótmælendur hafa særst og sumir alvarlega. Þá var ráðist á fréttateymi breska ríkisútvarpsins af lögreglu á þriðjudagskvöld. Einn annar mótmælandi hefur látið lífið, en hann lést í höfuðborg landsins Minsk á mánudag. Innanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands hefur haldið því fram að maðurinn hafi haldið á sprengju sem hafi sprungið á meðan hann hélt á henni.
Hvíta-Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05
Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00
Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46
Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40