„Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað“ Sylvía Hall og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. ágúst 2020 20:48 Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands Vísir/Baldur Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna segjast eiga sömu gögn um karfarannsókn á Samherja og komu fram í Kastljósi í mars árið 2012. Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að athugun hafi farið fram á verðlagningu karfa og skjal þess efnis hafi farið fyrir úrskurðarnefndina. Samherji birti í gær myndband á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Í þættinum var vísað í skýrslu verðlagsstofu skiptaverðs og fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði á árunum 2010 og 2011 og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Fréttastofa óskaði eftir að fá umrædd skjöl frá úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í dag. Yfirlýsing barst frá Verðlagsstofu skiptaverðs í framhaldinu og staðfest er að þar hafi upplýsingar verið teknar saman um karfaútflutning á umræddu tímabili og sendar til úrskurðarnefndarinnar. Þetta sé excel-skjal með töflu um allan útflutning á karfa á Íslandi. Ekki hafi verið skrifuð sérstök skýrsla. Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil segja að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ segir Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands. Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, tekur undir ummæli Sævars. „Hvort þetta er í skýrsluformi eða excel-skjali, það skiptir ekki máli. Aðalmálið er að það sé ekki verið að svindla á sjómönnum í að borga lægra verð en mönnum ber að gera.“ „Við sáum það allir í úrskurðarnefndinni. Ég var með gögnin í höndunum þegar þátturinn var birtur og það var ekkert búið að eiga við tölurnar þar,“ segir Sævar. Guðmundur segir að Samherji hafi ekki brugðist við athugasemdum vegna málsins á sínum tíma. „Ef menn voru staðnir að verki þá löguðu menn það en í þessu tilfelli var það aldrei gert. Ekki svo ég viti til,“ segir Guðmundur. „Ég skil ekki þessa umræðu. Það vita það allir sem komu að þessu að þetta var svona.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Tengdar fréttir Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna segjast eiga sömu gögn um karfarannsókn á Samherja og komu fram í Kastljósi í mars árið 2012. Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að athugun hafi farið fram á verðlagningu karfa og skjal þess efnis hafi farið fyrir úrskurðarnefndina. Samherji birti í gær myndband á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Í þættinum var vísað í skýrslu verðlagsstofu skiptaverðs og fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði á árunum 2010 og 2011 og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Fréttastofa óskaði eftir að fá umrædd skjöl frá úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í dag. Yfirlýsing barst frá Verðlagsstofu skiptaverðs í framhaldinu og staðfest er að þar hafi upplýsingar verið teknar saman um karfaútflutning á umræddu tímabili og sendar til úrskurðarnefndarinnar. Þetta sé excel-skjal með töflu um allan útflutning á karfa á Íslandi. Ekki hafi verið skrifuð sérstök skýrsla. Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil segja að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ segir Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands. Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, tekur undir ummæli Sævars. „Hvort þetta er í skýrsluformi eða excel-skjali, það skiptir ekki máli. Aðalmálið er að það sé ekki verið að svindla á sjómönnum í að borga lægra verð en mönnum ber að gera.“ „Við sáum það allir í úrskurðarnefndinni. Ég var með gögnin í höndunum þegar þátturinn var birtur og það var ekkert búið að eiga við tölurnar þar,“ segir Sævar. Guðmundur segir að Samherji hafi ekki brugðist við athugasemdum vegna málsins á sínum tíma. „Ef menn voru staðnir að verki þá löguðu menn það en í þessu tilfelli var það aldrei gert. Ekki svo ég viti til,“ segir Guðmundur. „Ég skil ekki þessa umræðu. Það vita það allir sem komu að þessu að þetta var svona.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Tengdar fréttir Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07
Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52