Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 11:22 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg ef ná á utan um þessa aðra bylgju kórónuveirufaraldursins. Það hangi hins vegar fleira á spítunni. Vísir/Vilhelm Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein sem hann birti á Vísi. Greinin er svar við skrifum Ólafs Haukssonar almannatengils þar sem hann ýjar að því að Íslensk erfðagreining hafi stuðlað að því að kórónuveiran bærist til landsins. Það hafi fyrirtækið gert með því að hætta skimun á landamærunum með stuttum fyrirvara „og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur,“ skrifar Ólafur. Kári hafnar þessari söguskýringu í grein sinni og segir brotthvarf fyrirtækisins ekki hafa verið fyrirvaralaust. Íslensk erfðagreining hafi þannig séð alfarið um skimun á landamærunum í tvær vikur - „og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott,“ skrifar Kári. Þar að auki hafi fyrirtækið haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sýnum sem greinst hafa á landinu, getan til þess sé hvergi annars staðar en hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir umrædda raðgreiningu hafa verið nauðsynlega til þess að rekja smit. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga „Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu,“ skrifar Kári og vísar þar til þess afbrigðis veirunnar sem stjórnvöld glíma nú við. Eins og fram hefur komið á upplýsingafundum almannavarna að undanförnu þá hafi sýkingar síðustu daga sýnt fram á að tvær gerðir veirunnar hafi farið á flug hér á landi. Búið sé að ná tökum á annarri þeirra en önnur sé ennþá að skjóta upp kollinum. „Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun,“ skrifar Kári. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. Kári segir Íslenska erfðagreiningu því ekki hafa hætt skimun á landamærum fyrr en fyrirtækið var búið að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. „Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf.“ Grein Kára má nálgast í heild með því að smella hér. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein sem hann birti á Vísi. Greinin er svar við skrifum Ólafs Haukssonar almannatengils þar sem hann ýjar að því að Íslensk erfðagreining hafi stuðlað að því að kórónuveiran bærist til landsins. Það hafi fyrirtækið gert með því að hætta skimun á landamærunum með stuttum fyrirvara „og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur,“ skrifar Ólafur. Kári hafnar þessari söguskýringu í grein sinni og segir brotthvarf fyrirtækisins ekki hafa verið fyrirvaralaust. Íslensk erfðagreining hafi þannig séð alfarið um skimun á landamærunum í tvær vikur - „og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott,“ skrifar Kári. Þar að auki hafi fyrirtækið haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sýnum sem greinst hafa á landinu, getan til þess sé hvergi annars staðar en hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir umrædda raðgreiningu hafa verið nauðsynlega til þess að rekja smit. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga „Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu,“ skrifar Kári og vísar þar til þess afbrigðis veirunnar sem stjórnvöld glíma nú við. Eins og fram hefur komið á upplýsingafundum almannavarna að undanförnu þá hafi sýkingar síðustu daga sýnt fram á að tvær gerðir veirunnar hafi farið á flug hér á landi. Búið sé að ná tökum á annarri þeirra en önnur sé ennþá að skjóta upp kollinum. „Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun,“ skrifar Kári. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. Kári segir Íslenska erfðagreiningu því ekki hafa hætt skimun á landamærum fyrr en fyrirtækið var búið að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. „Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf.“ Grein Kára má nálgast í heild með því að smella hér.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00