Átta af fjórtán veitingahúsum voru með viðeigandi sóttvarnaráðstafanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 06:34 Lögreglan heimsótti fjórtán veitingastaði í gærkvöldi. Aðeins einn þeirra var með óviðunandi sóttvarnarráðstafanir og var skrifuð skýrsla um málið. Vísir/Vilhelm Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi samkvæmt dagbók lögreglu en fimm staðir þurfa að gera úrbætur og bæta skipulag. Einn staður hafði ekki gert viðunandi ráðstafanir til að tryggja sóttvarnarreglur og tveggja metra reglu og var skrifuð skýrsla um brotið. Of margir einstaklingar voru inni á staðnum og lítið sem ekkert bil var á milli gesta. Á stöðunum sem bæta þurfti sóttvarnir voru fáir þegar lögreglu bar að garði en fram kemur að ef fleiri gestir hefðu verið á stöðunum hefði verið óvíst hvort aðstæður hefðu þá getað talist viðunandi. Starfsmönnum voru veittar ráðleggingar af lögreglu um hvernig gera mætti betur. Fátt annað kom á borð lögreglu í nótt. Tilkynnt var um þjófnað á sjötta tímanum í gær úr spilakassa í söluturni í Árbæ. Maðurinn sem framdi þjófnaðinn skemmdi spilakassa og stal úr honum peningum og sást til hans á upptöku öryggismyndavéla. Þá barst tilkynning á sjötta tímanum í gærkvöldi um ofurölvi mann við veitingahús í miðbænum, hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu. Tvö umferðarslys eða -óhöpp urðu í gærkvöldi. Umferðarslys varð í Hafnarfirði á áttunda tímanum þegar maður í ökunámi datt af bifhjóli. Hann er mögulega rifbeinsbrotinn og var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Þá óku þrjár bifreiðar á umferðarmerki/vegstiku á tólfta tímanum á Reykjanesbrautinni. Skemmdir urðu á hjólbörðum allra bíla en engin slys urðu á fólki. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. 10. ágúst 2020 09:11 Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15 Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. 30. júlí 2020 12:17 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi samkvæmt dagbók lögreglu en fimm staðir þurfa að gera úrbætur og bæta skipulag. Einn staður hafði ekki gert viðunandi ráðstafanir til að tryggja sóttvarnarreglur og tveggja metra reglu og var skrifuð skýrsla um brotið. Of margir einstaklingar voru inni á staðnum og lítið sem ekkert bil var á milli gesta. Á stöðunum sem bæta þurfti sóttvarnir voru fáir þegar lögreglu bar að garði en fram kemur að ef fleiri gestir hefðu verið á stöðunum hefði verið óvíst hvort aðstæður hefðu þá getað talist viðunandi. Starfsmönnum voru veittar ráðleggingar af lögreglu um hvernig gera mætti betur. Fátt annað kom á borð lögreglu í nótt. Tilkynnt var um þjófnað á sjötta tímanum í gær úr spilakassa í söluturni í Árbæ. Maðurinn sem framdi þjófnaðinn skemmdi spilakassa og stal úr honum peningum og sást til hans á upptöku öryggismyndavéla. Þá barst tilkynning á sjötta tímanum í gærkvöldi um ofurölvi mann við veitingahús í miðbænum, hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu. Tvö umferðarslys eða -óhöpp urðu í gærkvöldi. Umferðarslys varð í Hafnarfirði á áttunda tímanum þegar maður í ökunámi datt af bifhjóli. Hann er mögulega rifbeinsbrotinn og var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Þá óku þrjár bifreiðar á umferðarmerki/vegstiku á tólfta tímanum á Reykjanesbrautinni. Skemmdir urðu á hjólbörðum allra bíla en engin slys urðu á fólki.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. 10. ágúst 2020 09:11 Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15 Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. 30. júlí 2020 12:17 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
„Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. 10. ágúst 2020 09:11
Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15
Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. 30. júlí 2020 12:17