Lífið

Gerði tilraun með blóð í kringum hákarla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rober hefur sýnt frá ótal tilraunum á YouTube.
Rober hefur sýnt frá ótal tilraunum á YouTube.

Verkfræðingurinn Mark Rober hefur getið sér gott orð á Youtube fyrir fjölmörg skemmtileg myndbönd þar sem hann hannar ótrúlegustu hluti.

Hann framleiðir oftast aðeins eitt myndband á mánuði og var að þessu sinni komið að því að kanna hegðun hákarla. Rober langaði að gera tilraun hvort blóð úr fiskum hugnaðist hákörlum betur en blóð úr mönnum.

Hann ákvað að skella sér til Bahamas. Til þess þurfti hann fyrst að fara í skimum og það sem kom honum sérstaklega á óvart var að Rober var með kórónuveiruna. Það seinkaði ferð hans töluvert og varð hann að vera í einangrun á heimili sínu í tvær vikur.

Loksins komst svo Rober á eyjuna en varð að fara þangað í einkaþotu þar sem yfirvöld á Bahamas höfðu almenningi að ferðast með flugvél til eyjunnar í farþegavél.

Þá var komið að tilrauninni og þurfti að undirbúa hana vel og vandlega.

Að lokum skellti Rober sér í sérsmíðað járnbúr og var annarsvegar með mannablóð í einum poka og blóð úr fiski í öðrum. Fjölmargir hákarlar voru í kringum búrið þegar Rober reif gat á pokana og má sjá hvernig viðbrögðin voru hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×