Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2020 18:44 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líkur á að bóluefni við kórónuveirunni verði komið í dreifingu fyrir mitt næsta ár. Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. Kári sagði að íslenskir stjórnmálamenn stæðu frammi fyrir tveimur valkostum, að halda fyrirkomulaginu óbreyttu og berjast reglulega við hópsýkingar, eða herða tökin á landamærunum og takast á við hrun í ferðaþjónustunni. Annað væri ekki í boði fyrr en bóluefni kæmist á markað. „Ég hef verið að fylgjast með þeim vísindagreinum sem hafa verið birtar. Ég hef verið í töluvert miklum samskiptum við menn í nokkrum lyfjafyrirtækjum sem eru að vinna við að búa til bóluefni. Ég held að það sé engin sérstök bjartsýni að reikna með að það verði komið bóluefni í dreifingu fyrir mitt næsta ár,“ segir Kári. Kári stakk sjálfur upp á því í vor að ferðamönnum yrði hleypt til landsins gegn því að gangast undir skimun á landamærunum. Því fyrirkomulagi var komið á 15. júní en áður þurftu allir þeir sem komu til landsins að fara í sóttkví í fjórtán daga. „Nú erum við búin að reyna þessa skimun í einn og hálfan mánuð. Skimunin hefur gengið vel. Það hafa mjög fá smit borist inn í landið og flest þeirra hafa Íslendingar borið sem eru að koma aftur heim til sín,“ segir Kári. Tekist hefur að grípa þrjátíu og þrjá smitaða einstaklinga á landamærunum. Eitt afbrigði veirunnar slapp þó í gegnum landamæraskimunina. „Sem bendir til að þessi tiltekna veira hafi komið frá einni uppsprettu og búin að breiða sér út um allt,“ segir Kári. Hann segir þessa útbreiðslu hafa sett daglegt líf Íslendinga í uppnám. Nánast útilokað sé að skólahald í framhalds- og háskólum geti farið fram með eðlilegum hætti. „Þó landamæraskimunin hafi gengið vel í tæknilegri úrvinnslu, þá eru töluverðar líkur á að svona gerist,“ segir Kári. „Viljum við því halda þessu fyrirkomulagi áfram og takast á við hverja hópsýkinguna á fætur annarri þar til bóluefni kemur á markað, eða viljum við takast á við það áfall sem felst í því að kippa raunverulega fótunum undan ferðaþjónustunni,“ segir Kári. Hann segir þetta ákvörðun stjórnmálamanna en hann og sóttvarnalæknir hafa kallað eftir hagrænni úttekt á landamæraskimuninni til að geta tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið, það er að segja; er það þess virði að halda henni áfram? „Það er alveg ljóst að við stöndum frammi fyrir ákvörðun,“ segir Kári en gangi spá hans eftir verður þetta ástand viðloðandi fram á mitt næsta ár, þegar bóluefni kemst í dreifingu. Kári segir að honum lítist afar vel á vinnu Oxford-háskólans í Bretlandi við þróun bóluefnis sem og bóluefnið sem fyrirtækið Pfizer vinnur að. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líkur á að bóluefni við kórónuveirunni verði komið í dreifingu fyrir mitt næsta ár. Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. Kári sagði að íslenskir stjórnmálamenn stæðu frammi fyrir tveimur valkostum, að halda fyrirkomulaginu óbreyttu og berjast reglulega við hópsýkingar, eða herða tökin á landamærunum og takast á við hrun í ferðaþjónustunni. Annað væri ekki í boði fyrr en bóluefni kæmist á markað. „Ég hef verið að fylgjast með þeim vísindagreinum sem hafa verið birtar. Ég hef verið í töluvert miklum samskiptum við menn í nokkrum lyfjafyrirtækjum sem eru að vinna við að búa til bóluefni. Ég held að það sé engin sérstök bjartsýni að reikna með að það verði komið bóluefni í dreifingu fyrir mitt næsta ár,“ segir Kári. Kári stakk sjálfur upp á því í vor að ferðamönnum yrði hleypt til landsins gegn því að gangast undir skimun á landamærunum. Því fyrirkomulagi var komið á 15. júní en áður þurftu allir þeir sem komu til landsins að fara í sóttkví í fjórtán daga. „Nú erum við búin að reyna þessa skimun í einn og hálfan mánuð. Skimunin hefur gengið vel. Það hafa mjög fá smit borist inn í landið og flest þeirra hafa Íslendingar borið sem eru að koma aftur heim til sín,“ segir Kári. Tekist hefur að grípa þrjátíu og þrjá smitaða einstaklinga á landamærunum. Eitt afbrigði veirunnar slapp þó í gegnum landamæraskimunina. „Sem bendir til að þessi tiltekna veira hafi komið frá einni uppsprettu og búin að breiða sér út um allt,“ segir Kári. Hann segir þessa útbreiðslu hafa sett daglegt líf Íslendinga í uppnám. Nánast útilokað sé að skólahald í framhalds- og háskólum geti farið fram með eðlilegum hætti. „Þó landamæraskimunin hafi gengið vel í tæknilegri úrvinnslu, þá eru töluverðar líkur á að svona gerist,“ segir Kári. „Viljum við því halda þessu fyrirkomulagi áfram og takast á við hverja hópsýkinguna á fætur annarri þar til bóluefni kemur á markað, eða viljum við takast á við það áfall sem felst í því að kippa raunverulega fótunum undan ferðaþjónustunni,“ segir Kári. Hann segir þetta ákvörðun stjórnmálamanna en hann og sóttvarnalæknir hafa kallað eftir hagrænni úttekt á landamæraskimuninni til að geta tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið, það er að segja; er það þess virði að halda henni áfram? „Það er alveg ljóst að við stöndum frammi fyrir ákvörðun,“ segir Kári en gangi spá hans eftir verður þetta ástand viðloðandi fram á mitt næsta ár, þegar bóluefni kemst í dreifingu. Kári segir að honum lítist afar vel á vinnu Oxford-háskólans í Bretlandi við þróun bóluefnis sem og bóluefnið sem fyrirtækið Pfizer vinnur að.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira