Ný vefsíða gerir fólki kleift að máta húsgögn inn á heimilið í þrívídd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2020 20:30 Með hjálp tækninnar er nú hægt að máta húsgögn inni á heimilinu og sjá hvort þau passi við rýmið áður en kaup eiga sér stað. Vefverslun hefur aukist hratt undanfarið og kom hún mörgum vel í faraldri kórónuveirunnar. Auðveldara er orðið að versla föt og innbú á netinu en áður. Hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hefur þó stigið skrefinu lengra en það er fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða upp á aukinn veruleika á vef sínum. Með auknum veruleika getur fólk skoðað og mátað vörur heima hjá sér og séð þau líkt og þau væru í rýminu. „Þannig að varan í rauninni birtist heima hjá þér eða í skrifstofurýminu eða hvar sem er,“ sagði Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK Reykjavík. Verkefnið er unnið af FÓLK Reykjavík í samstarfi við KoiKoi, Undireins og Shopify. Í myndbandinu sjáum við hvernig þetta virkar fyrir sig. Þegar búið er að velja vöruna þarf að hreyfa símann svo að hann skynji rýmið. Nokkrum sekúndum seinna birtist varan og hægt er að hreyfa hana til - og sjá hvort hún passi inn í rýmið. Með þessu er fyrirtækið að bregðast við nýjum viðskipavenjum í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Fólk á erfiðara með að fara í verslun. Það hefur líka kannski minni áhuga á því það vill ekki smitast, það er að huga að sóttvörnum. Þannig með þessari síðu getur þú bara farið inn í gegnum iphone þinn. Kikkað á þá vöru sem þig langar að skoða og svo bara mátað hana inn,“ sagði Ragna Sara. Nýjungin virkar einungis í gegnum iphone síma en stefnt er á að gera hana aðgengilega í gegnum aðrar tegundir síma. „Eina sem við getum ekki boðið upp á, það er að snerta vöruna og koma við áferðina og slíkt. En þú getur vissulega séð stærðina, lengdina útlitið og hvernig þetta passar við annað heima hjá þér,“ sagði Ragna Sara. Síðan opnaði í dag og segist hún spennt fyrir viðbrögðum neytenda. Samkvæmt alþjóðlegum gögnum frá Shopify eykur þrívídd og aukinn veruleiki líkur á kaupum á vöru umtalsvert. „Það er mjög áhugavert að sjá hvernig faraldur kórónuveirunnar hefur farið með fyrirtæki og fyrirtækjarekstur. Við vorum í samtali við bæði þekkta verslunarkeðju erlendis og stóra vefverslun erlendis á sama tíma. Verslunarkeðjan lokaði samningum og sagði okkur að bíða í ár á meðan við kláruðum samningana við vefverslunina.“ Vefverslun hafi aukist gríðarlega að sögn Rögnu Söru. „Það er talað um að í Bandaríkjunum hafi vefverslun aukist jafn mikið á síðustu mánuðum og hún hefur gert á síðustu fimm til tíu árum. Það eru því gríðarlega hraðar breytingar að eiga sér stað núna og við erum afar þakklát að hafa samstarfsaðila hér á Íslandi sem geta hjálpað okkur að nýta þetta tækifæri sem felst í þessari krísu,“ sagði Ragna Sara. Verslun Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Með hjálp tækninnar er nú hægt að máta húsgögn inni á heimilinu og sjá hvort þau passi við rýmið áður en kaup eiga sér stað. Vefverslun hefur aukist hratt undanfarið og kom hún mörgum vel í faraldri kórónuveirunnar. Auðveldara er orðið að versla föt og innbú á netinu en áður. Hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hefur þó stigið skrefinu lengra en það er fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða upp á aukinn veruleika á vef sínum. Með auknum veruleika getur fólk skoðað og mátað vörur heima hjá sér og séð þau líkt og þau væru í rýminu. „Þannig að varan í rauninni birtist heima hjá þér eða í skrifstofurýminu eða hvar sem er,“ sagði Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK Reykjavík. Verkefnið er unnið af FÓLK Reykjavík í samstarfi við KoiKoi, Undireins og Shopify. Í myndbandinu sjáum við hvernig þetta virkar fyrir sig. Þegar búið er að velja vöruna þarf að hreyfa símann svo að hann skynji rýmið. Nokkrum sekúndum seinna birtist varan og hægt er að hreyfa hana til - og sjá hvort hún passi inn í rýmið. Með þessu er fyrirtækið að bregðast við nýjum viðskipavenjum í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Fólk á erfiðara með að fara í verslun. Það hefur líka kannski minni áhuga á því það vill ekki smitast, það er að huga að sóttvörnum. Þannig með þessari síðu getur þú bara farið inn í gegnum iphone þinn. Kikkað á þá vöru sem þig langar að skoða og svo bara mátað hana inn,“ sagði Ragna Sara. Nýjungin virkar einungis í gegnum iphone síma en stefnt er á að gera hana aðgengilega í gegnum aðrar tegundir síma. „Eina sem við getum ekki boðið upp á, það er að snerta vöruna og koma við áferðina og slíkt. En þú getur vissulega séð stærðina, lengdina útlitið og hvernig þetta passar við annað heima hjá þér,“ sagði Ragna Sara. Síðan opnaði í dag og segist hún spennt fyrir viðbrögðum neytenda. Samkvæmt alþjóðlegum gögnum frá Shopify eykur þrívídd og aukinn veruleiki líkur á kaupum á vöru umtalsvert. „Það er mjög áhugavert að sjá hvernig faraldur kórónuveirunnar hefur farið með fyrirtæki og fyrirtækjarekstur. Við vorum í samtali við bæði þekkta verslunarkeðju erlendis og stóra vefverslun erlendis á sama tíma. Verslunarkeðjan lokaði samningum og sagði okkur að bíða í ár á meðan við kláruðum samningana við vefverslunina.“ Vefverslun hafi aukist gríðarlega að sögn Rögnu Söru. „Það er talað um að í Bandaríkjunum hafi vefverslun aukist jafn mikið á síðustu mánuðum og hún hefur gert á síðustu fimm til tíu árum. Það eru því gríðarlega hraðar breytingar að eiga sér stað núna og við erum afar þakklát að hafa samstarfsaðila hér á Íslandi sem geta hjálpað okkur að nýta þetta tækifæri sem felst í þessari krísu,“ sagði Ragna Sara.
Verslun Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira