Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 14:42 Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Jóhann Björn Skúlason á fundi dagsins. lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. Veiran sé á víð og dreif og sami árangur sé ekki að nást með sóttkví og einangrun eins og í vor. Sóttvarnalæknir segir því styttast í að hertar aðgerðir gegn veirunni verði kynntar, helgin muni skera úr um það. Á upplýsingafundi almannavarna var Þórólfur spurður hvort þjóðin ætti að búa sig undir svipaða stöðu og skapaðist hér á landi í vor, þegar lokanir og heimavinna voru allsráðandi. Þórólfur segir stöðuna núna vera um margt svipaða og skapaðist þá. Þannig sé svipaður veldisvöxtur á veirunni en aftur á móti sé flæði veirunnar inn í landið minna en það var í vor. Það beri með sér að aðgerðir á landamærunum séu að skila árangri. Þess í stað séu almannavarnir að eiga við eina gerð veirunnar sem farið hefur víða og stingur upp kollinum um allt land. Það megi gera ráð fyrir að það muni taka lengri tíma að stöðva hana, samanborið við baráttuna í vor. Færri séu þannig að greinast með veiruna sem þegar eru komnir í sóttkví að sögn Þórólfs, en bætti þó við að engu síður sé almannavörnum að takast að hafa uppi á mörgum einstaklingum snemma í ferlinu. Þó svo að baráttan verði ef til vill lengri standi til að beita sömu aðferðum og gerðu gæfumuninn í vor. Nú bíði það verkefni að sannfæra þjóðina um að taka virkari þátt í sóttvarnaaðgerðum. „Reyna að vekja fólk“ og fá það með. Takist það ekki og vöxtur faraldursins heldur áfram segir Þórólfur að herða þurfi aðgerðir. Það muni skýrast á allra næstu dögum, helgin muni skera úr um það hvort þær aðgerðir verði formlega kynntar fljótlega. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála. 7. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. Veiran sé á víð og dreif og sami árangur sé ekki að nást með sóttkví og einangrun eins og í vor. Sóttvarnalæknir segir því styttast í að hertar aðgerðir gegn veirunni verði kynntar, helgin muni skera úr um það. Á upplýsingafundi almannavarna var Þórólfur spurður hvort þjóðin ætti að búa sig undir svipaða stöðu og skapaðist hér á landi í vor, þegar lokanir og heimavinna voru allsráðandi. Þórólfur segir stöðuna núna vera um margt svipaða og skapaðist þá. Þannig sé svipaður veldisvöxtur á veirunni en aftur á móti sé flæði veirunnar inn í landið minna en það var í vor. Það beri með sér að aðgerðir á landamærunum séu að skila árangri. Þess í stað séu almannavarnir að eiga við eina gerð veirunnar sem farið hefur víða og stingur upp kollinum um allt land. Það megi gera ráð fyrir að það muni taka lengri tíma að stöðva hana, samanborið við baráttuna í vor. Færri séu þannig að greinast með veiruna sem þegar eru komnir í sóttkví að sögn Þórólfs, en bætti þó við að engu síður sé almannavörnum að takast að hafa uppi á mörgum einstaklingum snemma í ferlinu. Þó svo að baráttan verði ef til vill lengri standi til að beita sömu aðferðum og gerðu gæfumuninn í vor. Nú bíði það verkefni að sannfæra þjóðina um að taka virkari þátt í sóttvarnaaðgerðum. „Reyna að vekja fólk“ og fá það með. Takist það ekki og vöxtur faraldursins heldur áfram segir Þórólfur að herða þurfi aðgerðir. Það muni skýrast á allra næstu dögum, helgin muni skera úr um það hvort þær aðgerðir verði formlega kynntar fljótlega.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála. 7. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála. 7. ágúst 2020 13:48