Innlent

Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu greindur með Covid-19

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögreglumaðurinn er ekki talinn hafa smitast við störf sín.
Lögreglumaðurinn er ekki talinn hafa smitast við störf sín. Vísir/vilhelm

Einn lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið greindur með Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þrettán lögreglumenn hafa verið sendir í sóttkví vegna þessa.

Í tilkynningu segir að talið sé að lögreglumaðurinn hafi ekki smitast við störf sín hjá embættinu. Gripið hafi verið til allra viðeigandi ráðstafana strax og málið kom upp í gær og hinir lögreglumennirnir sendir í sóttkví. Til viðbótar við lögreglumennina þrettán eru fimm lögreglumenn til viðbótar í úrvinnslusóttkví. Unnið sé að því að tryggja mönnun á vaktir vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og þeirri vinnu miði vel.

„Þess má geta að embættinu var skipt upp í sótthólf frá og með hádegi sl. föstudag, 31. júlí, og því hefur ofangreint áhrif á eina lögreglustöð í umdæminu, en ekki allar fjórar,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×