Endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar í fyrramálið Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2020 20:21 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir orðalagið vera nokkuð strangt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eðlilegt að fólk sem hittist reglulega hafi minna en tveggja metra fjarlægð á milli sín. Þó sé mikilvægt að fólk fari gætilega og sé ekki að „bæta inn í þann hóp“ um of. Í viðtali við Reykjavík síðdegis sagði Rögnvaldur orðalag reglunnar heldur strangt og það væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að stýrihópur mundi funda um málið í fyrramálið. Undanfarna daga hefur lögregla heimsótt veitingahús og matsölustaði til þess að kanna hvort tveggja metra reglunni sé fylgt líkt og gert var í vor. Greint var frá því í dag að mörgum lögreglumönnum þætti reglan nokkuð óskýr og sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna að orðalagið væri „kannski ekki alveg nógu heppilegt“. Fólk sem væri í „sama sóttvarnahólfi“ og í mikilli nálægð dagsdaglega væri almennt minna í því að viðhalda fjarlægðarmörkum. Í auglýsingu um samkomutakmarkanir er reglan afmörkuð sérstaklega í fjórðu grein. Þar segir að reglunni skuli ávallt framfylgt en undantekningar eru gerðar fyrir fólk sem deilir heimili og það sama á við um starfsemi sem krefst frekari nálægðar, en þar er þó gerð krafa um grímunotkun. „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi […] skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en kveðið er á um í 1. mgr., svo sem í heilbrigðisþjónustu, á hárgreiðslustofum, nuddstofum og í almenningssamgöngum, skal nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn þar sem fjarlægð milli einstaklinga verður ekki viðkomið,“ segir í auglýsingunni. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir reglur og tilmæli vera stöðugt til endurskoðunar, enda sé nauðsynlegt að skilaboðin skili sér með skýrum hætti. „Það er áríðandi að skilaboð sem við sendum frá okkur séu skýr. Eitt af því er meðal annars tveggja metra reglan. Stýrihópur kemur saman til fundar í fyrramálið þar sem þetta verður meðal annars rætt og þá hvort það sé eitthvað sem þurfi að breyta eða laga sem geri hlutina skýrari", segir Jóhann K. Jóhannsson. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eðlilegt að fólk sem hittist reglulega hafi minna en tveggja metra fjarlægð á milli sín. Þó sé mikilvægt að fólk fari gætilega og sé ekki að „bæta inn í þann hóp“ um of. Í viðtali við Reykjavík síðdegis sagði Rögnvaldur orðalag reglunnar heldur strangt og það væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að stýrihópur mundi funda um málið í fyrramálið. Undanfarna daga hefur lögregla heimsótt veitingahús og matsölustaði til þess að kanna hvort tveggja metra reglunni sé fylgt líkt og gert var í vor. Greint var frá því í dag að mörgum lögreglumönnum þætti reglan nokkuð óskýr og sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna að orðalagið væri „kannski ekki alveg nógu heppilegt“. Fólk sem væri í „sama sóttvarnahólfi“ og í mikilli nálægð dagsdaglega væri almennt minna í því að viðhalda fjarlægðarmörkum. Í auglýsingu um samkomutakmarkanir er reglan afmörkuð sérstaklega í fjórðu grein. Þar segir að reglunni skuli ávallt framfylgt en undantekningar eru gerðar fyrir fólk sem deilir heimili og það sama á við um starfsemi sem krefst frekari nálægðar, en þar er þó gerð krafa um grímunotkun. „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi […] skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en kveðið er á um í 1. mgr., svo sem í heilbrigðisþjónustu, á hárgreiðslustofum, nuddstofum og í almenningssamgöngum, skal nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn þar sem fjarlægð milli einstaklinga verður ekki viðkomið,“ segir í auglýsingunni. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir reglur og tilmæli vera stöðugt til endurskoðunar, enda sé nauðsynlegt að skilaboðin skili sér með skýrum hætti. „Það er áríðandi að skilaboð sem við sendum frá okkur séu skýr. Eitt af því er meðal annars tveggja metra reglan. Stýrihópur kemur saman til fundar í fyrramálið þar sem þetta verður meðal annars rætt og þá hvort það sé eitthvað sem þurfi að breyta eða laga sem geri hlutina skýrari", segir Jóhann K. Jóhannsson.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02