Fjórfalt fleiri farþegar milli mánaða en 87 prósent færri en í fyrra Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 16:10 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þó svo að farþegaflutningar Icelandair í nýliðnum júlímánuði hafi dregist saman milli ára jukust þeir engu að síður umtalsvert milli mánaða, ef marka má mánaðarlegar flutningatölur félagsins. Þær bera með sér að Icelandair hafi flutt næstum fjórfalt fleiri farþega í júlí en í júní, eftir að ferðatakmörkunum í Evrópu vegna kórónuveirunnar var aflétt um miðjan júnímánuð. Farþegafjöldinn hafi þannig aukist úr úr um 18.500 í júní í um 73.200 í júlí. Fjöldi farþega til Íslands í síðasta mánuði hafi verið um 58.200 og um 13.300 frá Íslandi. Þrátt fyrir aukninguna hafi farþegafjöldinn í júlí dregist saman um 87 prósent milli ára. Icelandair nefnir í því samhengi að tengiflug milli Evrópu og Norður Ameríku hafi verið í algjöru lágmarki í júlí vegna ferðatakmarkana í Bandaríkjunum og á ytri landamærum Schengen. Þar að auki hafi heildarframboð minnkað um 89 prósent milli ára. Betri staða í fraktflutningum Í orðsendingu sinni segir Icelandair að fjöld farþega hjá Air Iceland Connect hafi verið tæplega 15 þúsund í júlímánuði og þannig fækkað um 48 prósent á milli ára. Framboð í innanlandsflugi hafi aukinheldur minnkað um 64 prósent. „Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust saman um 81% á milli ára í júlí en hafa dregist saman um tæp 40% á milli ára það sem af er ári. Flutningastarfsemi félagsins gekk samkvæmt áætlun í júlímánuði og drógust fraktflutningar mun minna saman en farþegaflug eða um 15% á milli ára. Samdrætti í farþegaflugi hefur á liðnum mánuðum verið mætt með auknum ferðum fraktvéla félagsins, bæði til Bandaríkjanna og Evrópu,“ segir jafnframt í orðsendingu Icelandair. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Þó svo að farþegaflutningar Icelandair í nýliðnum júlímánuði hafi dregist saman milli ára jukust þeir engu að síður umtalsvert milli mánaða, ef marka má mánaðarlegar flutningatölur félagsins. Þær bera með sér að Icelandair hafi flutt næstum fjórfalt fleiri farþega í júlí en í júní, eftir að ferðatakmörkunum í Evrópu vegna kórónuveirunnar var aflétt um miðjan júnímánuð. Farþegafjöldinn hafi þannig aukist úr úr um 18.500 í júní í um 73.200 í júlí. Fjöldi farþega til Íslands í síðasta mánuði hafi verið um 58.200 og um 13.300 frá Íslandi. Þrátt fyrir aukninguna hafi farþegafjöldinn í júlí dregist saman um 87 prósent milli ára. Icelandair nefnir í því samhengi að tengiflug milli Evrópu og Norður Ameríku hafi verið í algjöru lágmarki í júlí vegna ferðatakmarkana í Bandaríkjunum og á ytri landamærum Schengen. Þar að auki hafi heildarframboð minnkað um 89 prósent milli ára. Betri staða í fraktflutningum Í orðsendingu sinni segir Icelandair að fjöld farþega hjá Air Iceland Connect hafi verið tæplega 15 þúsund í júlímánuði og þannig fækkað um 48 prósent á milli ára. Framboð í innanlandsflugi hafi aukinheldur minnkað um 64 prósent. „Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust saman um 81% á milli ára í júlí en hafa dregist saman um tæp 40% á milli ára það sem af er ári. Flutningastarfsemi félagsins gekk samkvæmt áætlun í júlímánuði og drógust fraktflutningar mun minna saman en farþegaflug eða um 15% á milli ára. Samdrætti í farþegaflugi hefur á liðnum mánuðum verið mætt með auknum ferðum fraktvéla félagsins, bæði til Bandaríkjanna og Evrópu,“ segir jafnframt í orðsendingu Icelandair.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira