Sara: Þetta er það versta sem ég hef gert við líkamann minn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir byrjaði seint að æfa íþróttir og hélt hún væri ekki íþróttastelpa. Mynd/Instagram Sara Sigmundsdóttir fór yfir sögu sína með Ed Haynes í hlaðvarpsþættinum Live Perform Compete og spyrillinn þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að fá okkar konu til að tala. Sara þurfti oft að stoppa sig af til að hleypa Haynes að og hann kvartaði ekki mikið yfir því. Þeir sem þekkja til Söru og viðtala við hana kannast vel við það hversu hreinskilin og opinská hún er. Sara er óhrædd við að segja frá sínu lífi og sínum hugsunum. Hún gengur þar jafnt hreint og beint til verks eins og íþróttasalnum sjálfum. Ed Haynes fékk því nóg af efni og varð á endanum að skipta viðtalinu í tvo hlaðvarpsþætti. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þeim fyrri þar sem Sara fer yfir það hvernig hún fór frá því að vera að prófa sig áfram í tónlistinni og hlaða á sig aukakílóum í það að uppgötva ást sína á CrossFit íþróttinni. Skammaðist sín fyrir að vera sterkari en hinar stelpurnar „Ég byrjaði að æfa þegar ég var sautján ára gömul. Ég hataði íþróttir þegar ég var yngri og skammaðist mín mjög mikið fyrir það hvað ég var miklu sterkari en hinar stelpurnar. Ég vildi því aldrei sýna það. Ég var mjög óörugg með sjálfa mig en hélt aldrei að ég væri þessi íþróttastelpa,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Sara fann sér leiðir til að sleppa við leikfimitímana þegar hún var í skólanum. „Þegar ég var í gagnfræðaskólanum þá var ég á túr í hverri viku. Það er þannig á Íslandi að ef þú ert 14 til 15 ára stelpa á túr þá máttu fara í göngutúr og sleppa við íþróttatímann. Það var því alltaf mín afsökun,“ sagði Sara brosandi. „Ég byrjaði síðan í menntaskóla. Við vorum sex stelpur saman og héldum að við ættum heiminn. Flestar stelpur kynnast strák í menntaskóla og besta vinkonan mín, sem ég var alltaf með eignaðist kærasta. Allt í einu átti ég allan þennan auka tíma. Ég hugsaði: Ansans, nú þarf ég að finna mér kærasta. Til þess þá þarf ég að létta mig. Ég ætla að prófa að mæta í spinning tíma með pabba,“ sagði Sara. View this post on Instagram NEW EPISODE DROPS TOMORROW AT 18:00 We are so excited to share with you all this episode with @sarasigmunds! It was such a great conversation that we have split it into 2 parts. In part 1 we learn about her past: We have never heard her full story - from her childhood, what training she did before CrossFit, to her mindset and obstacles throughout her current journey. We get to deep dive into her past, all the ups and downs of her experiences, and how she had to uncomfortably grow from who she was, to who she currently is, in order to be the success she is today. Subscribe to our channels to get notified when this episode drops - link in bio! A post shared by LIVE PERFORM COMPETE (@liveperformcompete) on Jul 26, 2020 at 2:53am PDT Sara fann sig þó ekki þar. „Ég fór í einn spinning tíma með pabba en það var svo leiðinlegt að ég ráfaði út úr tímanum og lagði mig í búningsklefanum. Ég komst inn í nýjan vinahóp á þessum tíma og ein af stelpunum fór á sex vikna Bootcamp námskeið. Þar var próf í byrjun og svo í lokin,“ sagði Sara og það hentaði henni miklu betur. Honum að þakka hvar ég er í dag „Ég prófaði að fara á þetta námskeið og þar var ég eina stelpan sem gat gert armbeygjur á tánum. Allir voru að hrósa mér fyrir það að ég væri stelpa sem gæti gert armbeygjur á tánum. Ég var allt í einu orðin stolt af því að vera svona sterk,“ sagði Sara. „Ég náði mjög vel saman við þjálfarann. Hann talaði hreint og beint við mig og pressaði á mig að gefast aldrei upp. Það er honum að þakka hvar ég er í dag. Hann gaf mér eitt hrós og ég trúði á sjálfa mig. Ég var átján ára þegar ég byrjaði á Bootcamp námskeiðunum og ég sá strax svo miklar framfarir. Fram að þessu hafði ég sætti mig við það að ég væri hæfileikalausa stelpan,“ sagði Sara. View this post on Instagram EPISODE 23 WITH @sarasigmunds IS NOW LIVE! In Part 1 of this 2 part series, Ed sits down with 5 time CrossFit Games athlete, Sara Sigmusdottir. This is story telling at its best, and Sara starts her this episode in the shoes of a self conscious, insecure teenager who would do anything to skip gym class. Sara talks about the impact of her first coach in Bootcamp class, and her attempt at competing in body building. Her first introduction to CrossFit was by no means smooth sailing, and hearing about her first few years in the sport (and making it to the CrossFit Games), it s clear that a lot of her success stems from an extremely resilient mindset and a burning desire to improve. Head to the link in our bio to tune in to this episode - we encourage you to watch the video on YouTube as it is a good one. This episode is sponsored by @theprocessprogramming A post shared by LIVE PERFORM COMPETE (@liveperformcompete) on Jul 27, 2020 at 3:11am PDT Sara fór yfir víðan völl og þar á meðal áhugamál sín þegar hún var yngri. „Ég hafði mikinn áhuga á tónlist þegar ég var yngri eða frá fjórtán til sextán ára. Þegar ég varð orðin sextán ára þá varð ég svo feimin að ég hætti því. Ég spilaði á píanó í fimm ár og var líka að tromma. Ég var í lítilli hljómsveit þegar ég var fimmtán ára. Ég var ekki góð en ég hélt ég ætti heiminn,“ sagði Sara. Lagði sig inn á klósetti í skólanum Sara segist hafa leiðst svo mikið í skólanum að hún hafi oft laumast úr tíma eftir að það var búið að merkja við hana en þóttist síðan þurfa að fara á klósettið og lagði sig síðan inn á klósetti. Hún átti samt ekki í vandræðum með læra og náði öllum fögum í skólanum. „Þegar ég fór að ná árangri í æfingunum þá sá ég líka framfarir hjá mér á öllum öðrum sviðum. Allt í einu fann ég ástríðuna og hún kom út í öllu sem ég gerði. Meira segja í því hvernig ég tók til í herberginu mínu. Það var allt eða ekkert hjá mér og það hefur verið mottóið mitt síðan. Ég breyttist allt í einu í persónu sem setti sér markmið í einu og öllu,“ sagði Sara. Sara ræddi líka um glímu sína við aukakílóin þegar hún var yngri. „Ég var alltof of þung. Ég elska að borða og æfði meira til að geta borðað meira. Ég geri það enn í dag,“ sagði Sara. „Á þessum tíma var ég í kringum 80 kíló og ég vildi verða mun léttari. Ég fór því að hugsa um það hvernig ég gæti missti kíló til að vera enn betri í Bootcamp. Ég vildi hætta að vera feiminn og hætta að vera inn í mér,“ sagði Sara. Hún vildi reyna á sjálfa sig og ákvað að reyna sig í Fitness keppni. Skráði sig í Fitness keppni „Ég vildi brjóta mér leið út úr þægindarammanum. Ég og vinkonan mín skráðu okkur í Fitness keppni. Það er líklega það sem gerði mig sterka andlega,“ sagði Sara og á þá við það sem hún þurfti að leggja á sig fyrir þá keppni. „Ég fór að æfa tvisvar á dag. Ég fór út að hlaupa á morgnanna og í hvernig veðri sem var, frá janúar til apríl. Ég hljóp alltaf 5 til 7 kílómetra en hraðinn skipti ekki máli. Það eina sem skipti máli var að ég myndi brenna fitu á morgnanna. Ég fór í skólann og æfði stundum í hálftíma í hádeginu. Ég vann síðan frá hálf fimm til tíu og tók síðan aðra æfingu frá tíu til hálf tólf eftir að ég lokaði salnum. Svona var lífið mitt árið 2011,“ sagði Sara. Var í raun að svelta sig „Ég borðaði lítið og var í raun að svelta mig. Þetta er það versta sem ég hef gert við líkamann minn. Ég man að ég hugsaði um það að ég gæti ekki beðið eftir að fá kvenlegar línur aftur. Þarna var ég komin niður í 62 kíló,“ sagði Sara en ástandið á henni var ekki gott á þessum tíma. „Ég var 173 sentímetra kona og aðeins 62 kíló. Ég var með enga vöðva og var með engar línur af því ég hafði svelt mig. Þetta var hræðilegt. Ég man að ég keppti og tveimur dögum síðar þá var ég búin að þyngjast um ellefu kíló. Ég hugsaði þarna að þetta væri ekki fyrir mig ef ég þyrfti að æfa svona mikið en mætti ekki borða,“ sagði Sara en stuttu síðar breyttist líf hennar. „Þá bað vinkona mín mig um að keppa á CrossFit móti og þá hafði ég ekki hugmynd um hvað CrossFit væri. Ég náði öðru sætinu á þessu móti og var loksins búin að finna það sem ég elskaði að gera. Ég var algjörlega orðin ástfangin af íþróttinni. Ég elska að keppa og ég elska að borða. Ég sá að ef ég æfði CrossFit þá gæti ég borðað líka,“ sagði Sara en þá finna þetta og miklu meira í viðtalinu hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir fór yfir sögu sína með Ed Haynes í hlaðvarpsþættinum Live Perform Compete og spyrillinn þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að fá okkar konu til að tala. Sara þurfti oft að stoppa sig af til að hleypa Haynes að og hann kvartaði ekki mikið yfir því. Þeir sem þekkja til Söru og viðtala við hana kannast vel við það hversu hreinskilin og opinská hún er. Sara er óhrædd við að segja frá sínu lífi og sínum hugsunum. Hún gengur þar jafnt hreint og beint til verks eins og íþróttasalnum sjálfum. Ed Haynes fékk því nóg af efni og varð á endanum að skipta viðtalinu í tvo hlaðvarpsþætti. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þeim fyrri þar sem Sara fer yfir það hvernig hún fór frá því að vera að prófa sig áfram í tónlistinni og hlaða á sig aukakílóum í það að uppgötva ást sína á CrossFit íþróttinni. Skammaðist sín fyrir að vera sterkari en hinar stelpurnar „Ég byrjaði að æfa þegar ég var sautján ára gömul. Ég hataði íþróttir þegar ég var yngri og skammaðist mín mjög mikið fyrir það hvað ég var miklu sterkari en hinar stelpurnar. Ég vildi því aldrei sýna það. Ég var mjög óörugg með sjálfa mig en hélt aldrei að ég væri þessi íþróttastelpa,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Sara fann sér leiðir til að sleppa við leikfimitímana þegar hún var í skólanum. „Þegar ég var í gagnfræðaskólanum þá var ég á túr í hverri viku. Það er þannig á Íslandi að ef þú ert 14 til 15 ára stelpa á túr þá máttu fara í göngutúr og sleppa við íþróttatímann. Það var því alltaf mín afsökun,“ sagði Sara brosandi. „Ég byrjaði síðan í menntaskóla. Við vorum sex stelpur saman og héldum að við ættum heiminn. Flestar stelpur kynnast strák í menntaskóla og besta vinkonan mín, sem ég var alltaf með eignaðist kærasta. Allt í einu átti ég allan þennan auka tíma. Ég hugsaði: Ansans, nú þarf ég að finna mér kærasta. Til þess þá þarf ég að létta mig. Ég ætla að prófa að mæta í spinning tíma með pabba,“ sagði Sara. View this post on Instagram NEW EPISODE DROPS TOMORROW AT 18:00 We are so excited to share with you all this episode with @sarasigmunds! It was such a great conversation that we have split it into 2 parts. In part 1 we learn about her past: We have never heard her full story - from her childhood, what training she did before CrossFit, to her mindset and obstacles throughout her current journey. We get to deep dive into her past, all the ups and downs of her experiences, and how she had to uncomfortably grow from who she was, to who she currently is, in order to be the success she is today. Subscribe to our channels to get notified when this episode drops - link in bio! A post shared by LIVE PERFORM COMPETE (@liveperformcompete) on Jul 26, 2020 at 2:53am PDT Sara fann sig þó ekki þar. „Ég fór í einn spinning tíma með pabba en það var svo leiðinlegt að ég ráfaði út úr tímanum og lagði mig í búningsklefanum. Ég komst inn í nýjan vinahóp á þessum tíma og ein af stelpunum fór á sex vikna Bootcamp námskeið. Þar var próf í byrjun og svo í lokin,“ sagði Sara og það hentaði henni miklu betur. Honum að þakka hvar ég er í dag „Ég prófaði að fara á þetta námskeið og þar var ég eina stelpan sem gat gert armbeygjur á tánum. Allir voru að hrósa mér fyrir það að ég væri stelpa sem gæti gert armbeygjur á tánum. Ég var allt í einu orðin stolt af því að vera svona sterk,“ sagði Sara. „Ég náði mjög vel saman við þjálfarann. Hann talaði hreint og beint við mig og pressaði á mig að gefast aldrei upp. Það er honum að þakka hvar ég er í dag. Hann gaf mér eitt hrós og ég trúði á sjálfa mig. Ég var átján ára þegar ég byrjaði á Bootcamp námskeiðunum og ég sá strax svo miklar framfarir. Fram að þessu hafði ég sætti mig við það að ég væri hæfileikalausa stelpan,“ sagði Sara. View this post on Instagram EPISODE 23 WITH @sarasigmunds IS NOW LIVE! In Part 1 of this 2 part series, Ed sits down with 5 time CrossFit Games athlete, Sara Sigmusdottir. This is story telling at its best, and Sara starts her this episode in the shoes of a self conscious, insecure teenager who would do anything to skip gym class. Sara talks about the impact of her first coach in Bootcamp class, and her attempt at competing in body building. Her first introduction to CrossFit was by no means smooth sailing, and hearing about her first few years in the sport (and making it to the CrossFit Games), it s clear that a lot of her success stems from an extremely resilient mindset and a burning desire to improve. Head to the link in our bio to tune in to this episode - we encourage you to watch the video on YouTube as it is a good one. This episode is sponsored by @theprocessprogramming A post shared by LIVE PERFORM COMPETE (@liveperformcompete) on Jul 27, 2020 at 3:11am PDT Sara fór yfir víðan völl og þar á meðal áhugamál sín þegar hún var yngri. „Ég hafði mikinn áhuga á tónlist þegar ég var yngri eða frá fjórtán til sextán ára. Þegar ég varð orðin sextán ára þá varð ég svo feimin að ég hætti því. Ég spilaði á píanó í fimm ár og var líka að tromma. Ég var í lítilli hljómsveit þegar ég var fimmtán ára. Ég var ekki góð en ég hélt ég ætti heiminn,“ sagði Sara. Lagði sig inn á klósetti í skólanum Sara segist hafa leiðst svo mikið í skólanum að hún hafi oft laumast úr tíma eftir að það var búið að merkja við hana en þóttist síðan þurfa að fara á klósettið og lagði sig síðan inn á klósetti. Hún átti samt ekki í vandræðum með læra og náði öllum fögum í skólanum. „Þegar ég fór að ná árangri í æfingunum þá sá ég líka framfarir hjá mér á öllum öðrum sviðum. Allt í einu fann ég ástríðuna og hún kom út í öllu sem ég gerði. Meira segja í því hvernig ég tók til í herberginu mínu. Það var allt eða ekkert hjá mér og það hefur verið mottóið mitt síðan. Ég breyttist allt í einu í persónu sem setti sér markmið í einu og öllu,“ sagði Sara. Sara ræddi líka um glímu sína við aukakílóin þegar hún var yngri. „Ég var alltof of þung. Ég elska að borða og æfði meira til að geta borðað meira. Ég geri það enn í dag,“ sagði Sara. „Á þessum tíma var ég í kringum 80 kíló og ég vildi verða mun léttari. Ég fór því að hugsa um það hvernig ég gæti missti kíló til að vera enn betri í Bootcamp. Ég vildi hætta að vera feiminn og hætta að vera inn í mér,“ sagði Sara. Hún vildi reyna á sjálfa sig og ákvað að reyna sig í Fitness keppni. Skráði sig í Fitness keppni „Ég vildi brjóta mér leið út úr þægindarammanum. Ég og vinkonan mín skráðu okkur í Fitness keppni. Það er líklega það sem gerði mig sterka andlega,“ sagði Sara og á þá við það sem hún þurfti að leggja á sig fyrir þá keppni. „Ég fór að æfa tvisvar á dag. Ég fór út að hlaupa á morgnanna og í hvernig veðri sem var, frá janúar til apríl. Ég hljóp alltaf 5 til 7 kílómetra en hraðinn skipti ekki máli. Það eina sem skipti máli var að ég myndi brenna fitu á morgnanna. Ég fór í skólann og æfði stundum í hálftíma í hádeginu. Ég vann síðan frá hálf fimm til tíu og tók síðan aðra æfingu frá tíu til hálf tólf eftir að ég lokaði salnum. Svona var lífið mitt árið 2011,“ sagði Sara. Var í raun að svelta sig „Ég borðaði lítið og var í raun að svelta mig. Þetta er það versta sem ég hef gert við líkamann minn. Ég man að ég hugsaði um það að ég gæti ekki beðið eftir að fá kvenlegar línur aftur. Þarna var ég komin niður í 62 kíló,“ sagði Sara en ástandið á henni var ekki gott á þessum tíma. „Ég var 173 sentímetra kona og aðeins 62 kíló. Ég var með enga vöðva og var með engar línur af því ég hafði svelt mig. Þetta var hræðilegt. Ég man að ég keppti og tveimur dögum síðar þá var ég búin að þyngjast um ellefu kíló. Ég hugsaði þarna að þetta væri ekki fyrir mig ef ég þyrfti að æfa svona mikið en mætti ekki borða,“ sagði Sara en stuttu síðar breyttist líf hennar. „Þá bað vinkona mín mig um að keppa á CrossFit móti og þá hafði ég ekki hugmynd um hvað CrossFit væri. Ég náði öðru sætinu á þessu móti og var loksins búin að finna það sem ég elskaði að gera. Ég var algjörlega orðin ástfangin af íþróttinni. Ég elska að keppa og ég elska að borða. Ég sá að ef ég æfði CrossFit þá gæti ég borðað líka,“ sagði Sara en þá finna þetta og miklu meira í viðtalinu hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti