Of snemmt að fagna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 19:07 Frá upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Vísir/Arnar Það er of snemmt að fagna árangri af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til þótt færri hafi greinst smitaðir af covid-19 í gær en undanfarna daga að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi smitaðra 10. mars var álíka mikill og nú, en þá liðu tæpar fjórar vikur þar til faraldurinn náði hámarki og fjöldi fólks hafði verið lagður inn á sjúkrahús. Þrír til viðbótar greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví. Alls eru nú 83 með staðfest smit, einn er á sjúkrahúsi og 734 í sóttkví. Þann 10. mars voru 82 með staðfest smit, álíka margir og í dag, og tveir voru á sjúkrahúsi. Tæpum fjórum vikum síðar, þann 5. apríl, þegar fjöldi virkra smita náði hámarki, voru tæplega ellefu hundruð sýktir og 34 voru á sjúkrahúsi. Uppsafnað höfðu þá 86 lagst inn á sjúkrahús en þegar mest lét voru 44 inniliggjandi samtímis sem var þann 2. apríl. Sóttvarnalæknir segir að enn þurfi nokkrir dagar að líða áður en hægt sé að spá fyrir með vissu um þróun faraldursins nú. „Eins og áður hefur komið fram þá er búist við að sjá sveiflur milli daga þannig ég held að það sé of snemmt að fagna árangri. Við þurfum að láta nokkra daga líða áfram áður en að við förum að slá einhverju föstu varðandi árangurinn af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag. Álag hefur aukist á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu að sögn Óskars Reykdalssonar forstjóra sem ítrekar mikilvægi þess að fólk sem finni fyrir einkennum hringi í sína heilsugæslu eða hafi samband ígegnum netspjall, í stað þess að mæta á svæðið. Bætt hefur verið verulega í sýnatöku á heilsugæslunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Mótmæla brottvísun Oscars Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Lést í snjóflóði í Ölpunum „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Víða bjart yfir landinu í dag Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Það er of snemmt að fagna árangri af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til þótt færri hafi greinst smitaðir af covid-19 í gær en undanfarna daga að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi smitaðra 10. mars var álíka mikill og nú, en þá liðu tæpar fjórar vikur þar til faraldurinn náði hámarki og fjöldi fólks hafði verið lagður inn á sjúkrahús. Þrír til viðbótar greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví. Alls eru nú 83 með staðfest smit, einn er á sjúkrahúsi og 734 í sóttkví. Þann 10. mars voru 82 með staðfest smit, álíka margir og í dag, og tveir voru á sjúkrahúsi. Tæpum fjórum vikum síðar, þann 5. apríl, þegar fjöldi virkra smita náði hámarki, voru tæplega ellefu hundruð sýktir og 34 voru á sjúkrahúsi. Uppsafnað höfðu þá 86 lagst inn á sjúkrahús en þegar mest lét voru 44 inniliggjandi samtímis sem var þann 2. apríl. Sóttvarnalæknir segir að enn þurfi nokkrir dagar að líða áður en hægt sé að spá fyrir með vissu um þróun faraldursins nú. „Eins og áður hefur komið fram þá er búist við að sjá sveiflur milli daga þannig ég held að það sé of snemmt að fagna árangri. Við þurfum að láta nokkra daga líða áfram áður en að við förum að slá einhverju föstu varðandi árangurinn af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag. Álag hefur aukist á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu að sögn Óskars Reykdalssonar forstjóra sem ítrekar mikilvægi þess að fólk sem finni fyrir einkennum hringi í sína heilsugæslu eða hafi samband ígegnum netspjall, í stað þess að mæta á svæðið. Bætt hefur verið verulega í sýnatöku á heilsugæslunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Mótmæla brottvísun Oscars Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Lést í snjóflóði í Ölpunum „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Víða bjart yfir landinu í dag Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira