Innlent

Séra Sig­fús nýr sendi­ráðs­prestur í Kaupa­manna­höfn

Sylvía Hall skrifar
Sr. Sigfús Kristjánsson. 
Sr. Sigfús Kristjánsson.  Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn

Séra Sigfús Kristjánsson hefur tekið til starfa sem sendiráðsprestur í sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Tilkynnt var um ráðningu Sigfúsar í maí síðastliðnum.

Með ráðningunni er staða prests Íslendinga í Danmörku endurvakin en undanfarin ár hefur séra Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð, þjónað söfnuði Íslendinga í Danmörku. Söfnuðurinn er þó sagður hafa haldið uppi kraftmiklu starfi og því gleðiefni að Sigfús sé orðin prestur þar.

Sigfús mun hafa starfsaðstöðu í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn og starfa innan borgaraþjónustu þess. Áður var hann í Hjallaprestakalli í Kópavogi og var vígður þar árið 2002. Hann lét af störfum í Hjallaprestakalli árið 2017 og var í framhaldinu skipaður verkefnastjóri fræðsludeildar Biskupsstofu sama ár.

Á vef Þjóðkirkjunnar kemur fram að Sigfús er fæddur í Reykjavík 1975 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1995. Hann lauk svo guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 2001 og meistaraprófi í guðfræði á sviði sálgæslufræða 2012. Þá hefur hann sótt fjölda námskeiða á sviði sálgæslufræða, áfalla- og hópslysafræða. Hann hefur verið mjög virkur í starfi skátahreyfingarinnar og starfaði að æskulýðsmálum í Seltjarnarnessókn jafnhliða námi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×