Hafa beðið belgísk lögregluyfirvöld um aðstoð Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 18:10 Konráðs Hrafnkelssonar hefur verið saknað síðan á fimmtudagsmorgun. Leit að Konráði Hrafnkelssyni, Íslendings sem saknað er í Brussel, hefur ekki borið árangur. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir unnustu Konráðs. Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsti eftir Konráði í gær og hefur nú sent belgískum lögregluyfirvöldum formlega beiðni um aðstoð við leit að honum. Ekkert hefur spurst til Konráðs, sem búsettur er í Brussel, frá því um klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Um tuttugu vinir og aðstandendur leituðu hans í borginni í gær, að því er RÚV hefur eftir unnustu Konráðs. Hún segir að fjölskyldan sé einskis vísari um ferðir hans en hafi óskað eftir formlegri leit við lögregluyfirvöld hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur formleg beiðni um leit að Konráði verið send belgískum lögregluyfirvöldum. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoði jafnframt aðstandendur við samskipti við yfirvöld í Belgíu, líkt og fram kom í frétt Vísis um málið í gær. Ekki fengust upplýsingar um það hvort lögreglu hér á landi hefðu borist margar ábendingar vegna málsins eftir að hún lýsti eftir Konráði. Belgíski fjölmiðillinn HLN fjallaði um hvarf Konráðs á vef sínum í gær. Þar er rætt við Peter Paul Van Der Werff, frænda Konráðs, sem segir fjölskylduna afar áhyggjufulla. Þá er haft eftir honum að lögregla hyggist skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu þar sem síðast sást til Konráðs. Konráð er 178 á hæð, ljóshærður með blá augu. Hann fór á hjóli milli staða og var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér og svört Marshall-heyrnatól. Allir sem hafa upplýsingar eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com. Uppfært klukkan 19:26: Eftirfarandi tilkynning barst frá fjölskyldu Konráðs á áttunda tímanum í kvöld: Ekkert hefur spurst til Konráðs og er leitin komin í ákveðið ferli hjá lögreglunni hér heima og í Belgíu. Einnig erum við í góðum samskiptum við borgaraþjónustuna hjá utanríkisráðuneytinu hér heima og sendiráðið í Brussel. Við höldum áfram að dreifa upplýsingum og höfum sett af stað auglýsingu á Instagram. Því miður hafa ekki borist neinar vísbendingar um ferðir hans. Upplýsingar hafa einnig komið fram í fjölmiðlum úti. Eins og fram hefur komið þiggjum við allar upplýsingar og óskast þær sendar á info.konni92@gmail.com Belgía Lögreglumál Íslendingar erlendis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Leit að Konráði Hrafnkelssyni, Íslendings sem saknað er í Brussel, hefur ekki borið árangur. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir unnustu Konráðs. Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsti eftir Konráði í gær og hefur nú sent belgískum lögregluyfirvöldum formlega beiðni um aðstoð við leit að honum. Ekkert hefur spurst til Konráðs, sem búsettur er í Brussel, frá því um klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Um tuttugu vinir og aðstandendur leituðu hans í borginni í gær, að því er RÚV hefur eftir unnustu Konráðs. Hún segir að fjölskyldan sé einskis vísari um ferðir hans en hafi óskað eftir formlegri leit við lögregluyfirvöld hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur formleg beiðni um leit að Konráði verið send belgískum lögregluyfirvöldum. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoði jafnframt aðstandendur við samskipti við yfirvöld í Belgíu, líkt og fram kom í frétt Vísis um málið í gær. Ekki fengust upplýsingar um það hvort lögreglu hér á landi hefðu borist margar ábendingar vegna málsins eftir að hún lýsti eftir Konráði. Belgíski fjölmiðillinn HLN fjallaði um hvarf Konráðs á vef sínum í gær. Þar er rætt við Peter Paul Van Der Werff, frænda Konráðs, sem segir fjölskylduna afar áhyggjufulla. Þá er haft eftir honum að lögregla hyggist skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu þar sem síðast sást til Konráðs. Konráð er 178 á hæð, ljóshærður með blá augu. Hann fór á hjóli milli staða og var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér og svört Marshall-heyrnatól. Allir sem hafa upplýsingar eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com. Uppfært klukkan 19:26: Eftirfarandi tilkynning barst frá fjölskyldu Konráðs á áttunda tímanum í kvöld: Ekkert hefur spurst til Konráðs og er leitin komin í ákveðið ferli hjá lögreglunni hér heima og í Belgíu. Einnig erum við í góðum samskiptum við borgaraþjónustuna hjá utanríkisráðuneytinu hér heima og sendiráðið í Brussel. Við höldum áfram að dreifa upplýsingum og höfum sett af stað auglýsingu á Instagram. Því miður hafa ekki borist neinar vísbendingar um ferðir hans. Upplýsingar hafa einnig komið fram í fjölmiðlum úti. Eins og fram hefur komið þiggjum við allar upplýsingar og óskast þær sendar á info.konni92@gmail.com
Belgía Lögreglumál Íslendingar erlendis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent