Íslenski boltinn

Máni um rauða spjaldið á Hansen: Ótrúlega furðulegt og bjánalegt spjald

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, var til umræðu í Mjólkurbikarmörkunum að loknu 2-1 tapi Víkings gegn Stjörnunni á heimavelli í 16-liða úrslitum keppninnar.

„Eðlilega voru þeir ósáttir við dómgæsluna, manni finnst þetta ekkert vera gult spjald á Nikolaj Andreas Hansen og svo vítaspyrnan sem þeir vildu fá,“ sagði Hjörvar Hafliðason, annar af sérfræðingum þáttarins. Nikolaj Hansen fékk sitt annað gula spjald undir lok leiks og þar með rautt.

Þá vildu Víkingar fá vítaspyrnu í uppbótartíma er boltinn skoppaði í höndina á Eyjólfi Héðinssyni innan vítateigs.

„Þetta var meira víti heldur en aukaspyrna. Ég held þeir hafi orðið mjög heitir, þetta var náttúrulega ótrúlega furðulegt og bjánalegt spjald á Nikolaj Hansen og þeir urðu ansi æstir á bekknum eftir að þetta spjald var komið,“ sagði Máni Pétursson, hinn sérfræðingur þáttarins að þessu sinni.

Í kjölfarið var sýnt þegar Arnar grýtti vatnsbrúsa í jörðina að leik loknum. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×