„Ef við pössum ekki í íþróttina þá munum við breyta henni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 12:00 Megan Rapinoe er rödd nýjustu Nike-auglýsingarinnar. Brad Smith/Getty Images Íþróttavörurisinn Nike gaf frá sér auglýsingu á dögunum þar sem helstu íþróttastjörnur samtímans komu saman. Þar segir að ekkert geti stöðvað íþróttir og ef íþróttafólk passi ekki í tiltekna íþrótt þá muni það breyta henni. Þú getur ekki stöðvað okkur er nýjasta herferð Nike og fór af stað 23. maí. Þann 30. júlí hélt herferðin svo áfram með auglýsingunni sem um er ræðir hér að ofan. Myndvinnsla auglýsingarinnar er rosaleg og reikna má með að auglýsingin hafi tekið sinn tíma. Þar eru tvinnuð saman ýmis íþróttaafrek síðustu ára hjá mörgu af magnaðasta íþróttafólki heims. Þar ber helst að nefna LeBron James, Kylian Mbappé, Williams-systur þær Serenu og Venus ásamt Megan Rapinoe sem er einnig rödd auglýsingarinnar. Rapinoe á að baki 168 landsleiki fyrir Bandaríkin og vann Gullhnöttinn á síðasta ári sem og hún var valin leikmaður ársins kvenna megin af alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Þá hefur Rapinoe vakið mikla athygli utan vallar fyrir baráttu sína gegn mismunun í bandarísku samfélagi sem og víðar. Snýst auglýsingarherferð Nike að miklu leyti um það og þau áhrif sem íþróttafólk getur haft. #YouCantStopUs pic.twitter.com/nRTBL4Q3LC— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) July 31, 2020 „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við erum aldrei ein og það er styrkur okkar. Við spilum sem eitt ef það er efast um okkur. Þegar okkur er haldið aftur þá munum við fara lengra og fastar. Við munum afsanna spár ef við erum ekki tekin alvarlega. Ef við pössum ekki íþróttina þá munum við breyta henni,“ segir Rapinoe meðal annars í auglýsingunni. „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við vitum að hlutirnir munu ekki alltaf falla með okkur. Sama hvað, við munum finna leið. Þegar hlutirnir eru ekki sanngjarnir munum við koma saman til að breyta þeim. Sama hversu slæmt það verður, við munum alltaf koma sterkari til baka. Af því ekkert getur stöðvað það sem við getum gert saman.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Nothing can stop what we can do together. You can t stop sport. Because #YouCantStopUs.Join Us | https://t.co/fQUWzDVH3q pic.twitter.com/YAig7FIL6G— Nike (@Nike) July 30, 2020 Íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Íþróttavörurisinn Nike gaf frá sér auglýsingu á dögunum þar sem helstu íþróttastjörnur samtímans komu saman. Þar segir að ekkert geti stöðvað íþróttir og ef íþróttafólk passi ekki í tiltekna íþrótt þá muni það breyta henni. Þú getur ekki stöðvað okkur er nýjasta herferð Nike og fór af stað 23. maí. Þann 30. júlí hélt herferðin svo áfram með auglýsingunni sem um er ræðir hér að ofan. Myndvinnsla auglýsingarinnar er rosaleg og reikna má með að auglýsingin hafi tekið sinn tíma. Þar eru tvinnuð saman ýmis íþróttaafrek síðustu ára hjá mörgu af magnaðasta íþróttafólki heims. Þar ber helst að nefna LeBron James, Kylian Mbappé, Williams-systur þær Serenu og Venus ásamt Megan Rapinoe sem er einnig rödd auglýsingarinnar. Rapinoe á að baki 168 landsleiki fyrir Bandaríkin og vann Gullhnöttinn á síðasta ári sem og hún var valin leikmaður ársins kvenna megin af alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Þá hefur Rapinoe vakið mikla athygli utan vallar fyrir baráttu sína gegn mismunun í bandarísku samfélagi sem og víðar. Snýst auglýsingarherferð Nike að miklu leyti um það og þau áhrif sem íþróttafólk getur haft. #YouCantStopUs pic.twitter.com/nRTBL4Q3LC— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) July 31, 2020 „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við erum aldrei ein og það er styrkur okkar. Við spilum sem eitt ef það er efast um okkur. Þegar okkur er haldið aftur þá munum við fara lengra og fastar. Við munum afsanna spár ef við erum ekki tekin alvarlega. Ef við pössum ekki íþróttina þá munum við breyta henni,“ segir Rapinoe meðal annars í auglýsingunni. „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við vitum að hlutirnir munu ekki alltaf falla með okkur. Sama hvað, við munum finna leið. Þegar hlutirnir eru ekki sanngjarnir munum við koma saman til að breyta þeim. Sama hversu slæmt það verður, við munum alltaf koma sterkari til baka. Af því ekkert getur stöðvað það sem við getum gert saman.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Nothing can stop what we can do together. You can t stop sport. Because #YouCantStopUs.Join Us | https://t.co/fQUWzDVH3q pic.twitter.com/YAig7FIL6G— Nike (@Nike) July 30, 2020
Íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira