Hjörtur undir smásjá Bielsa og Leeds United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. júlí 2020 14:00 Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby. Hann gæti nú verið á leið til Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmiðvörðurinn – og hægri bakvörðurinn – Hjörtur Hermannsson gæti leikið með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vef The Athletic en þar er farið yfir hvað Leeds vill gera á leikmanna-markaðnum til að liðið verði samkeppnishæft í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Farið er yfir víðan völl og fer mikið púður í að ræða varnarmanninn Ben White. Sá lék allar mínútur Leeds er liðið vann ensku B-deildina í vetur og vann sér þar með sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í 16 ár. White var á láni frá Brighton & Hove Albion og eflaust vill Graham Potter nýta hæfileika White á komandi tímabili. Brighton er hins vegar með vel skipulagða vörn og voru nýverið að fjárfesta í Joel Veltman – hollenskum landsliðsmanni frá Ajax. Því eru miklar líkur á að Leeds fái samþykkt tilboð sitt í White. Ef það gengur ekki eftir þá er annað nafn á blaði. Leikmaður sem er talinn svipa til White á velli. Það er Hjörtur Hermannsson, íslenski varnarmaðurinn sem spilar með Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. „Hermannssyni líður vel með boltann og tölfræði hans – bæði hvað varðar sendingar og almennan varnarleik – svipar til White,“ segir í grein Phil Hay og Tom Worville á The Athletic. Leeds plan to back Marcelo Bielsa in the transfer market but are likely to focus on players already in England, including Championship stars #LUFC fans, don t expect Cavani... | @PhilHay_ & @Worvillehttps://t.co/KP8FnmHnFu— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 31, 2020 Fjöldi leikmanna eru nefndir sem möguleg skotmörk í greininni. Markverðirnir Emiliano Martinez [Arsenal] og Sergio Romero [Mancester United] eru á listanum. Ollie Watkins, og Said Benrahma hjá Brentford eru nefndir á nafn ásamt Joe Gelhardt [Wigan Athletic], Emiliano Buendia [Norwich City] og Ronan Curtis [Portsmouth]. Hvað varðar varnarmenn á er Haydon Roberts, samherji White hjá Brighton, nefndur á nafn ásamt Ben Wilmots, leikmanni Watford. Og svo Hjörtur. Hinn 25 ára gamli Hjörtur er uppalinn hjá Fylki hér á landi. Hann hefur verið í herbúðum Bröndby síðan 2016. Þar áður var hann í herbúðum PSV í Hollandi. Hjörtur á að baki 14 A-landsleiki sem og 59 fyrir yngri landslið Íslands. Það er ljóst að Bielsa er með mörg nöfn á blaði og alls óvíst hvort Hjörtur muni leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Að þeir Hay og Worville nefni Hjört þó yfir höfuð á nafn þýðir hins vegar að Bielsa hefur látið fylgjast með Íslendingnum. Hvað gerist verður svo bara að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Danski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn – og hægri bakvörðurinn – Hjörtur Hermannsson gæti leikið með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vef The Athletic en þar er farið yfir hvað Leeds vill gera á leikmanna-markaðnum til að liðið verði samkeppnishæft í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Farið er yfir víðan völl og fer mikið púður í að ræða varnarmanninn Ben White. Sá lék allar mínútur Leeds er liðið vann ensku B-deildina í vetur og vann sér þar með sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í 16 ár. White var á láni frá Brighton & Hove Albion og eflaust vill Graham Potter nýta hæfileika White á komandi tímabili. Brighton er hins vegar með vel skipulagða vörn og voru nýverið að fjárfesta í Joel Veltman – hollenskum landsliðsmanni frá Ajax. Því eru miklar líkur á að Leeds fái samþykkt tilboð sitt í White. Ef það gengur ekki eftir þá er annað nafn á blaði. Leikmaður sem er talinn svipa til White á velli. Það er Hjörtur Hermannsson, íslenski varnarmaðurinn sem spilar með Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. „Hermannssyni líður vel með boltann og tölfræði hans – bæði hvað varðar sendingar og almennan varnarleik – svipar til White,“ segir í grein Phil Hay og Tom Worville á The Athletic. Leeds plan to back Marcelo Bielsa in the transfer market but are likely to focus on players already in England, including Championship stars #LUFC fans, don t expect Cavani... | @PhilHay_ & @Worvillehttps://t.co/KP8FnmHnFu— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 31, 2020 Fjöldi leikmanna eru nefndir sem möguleg skotmörk í greininni. Markverðirnir Emiliano Martinez [Arsenal] og Sergio Romero [Mancester United] eru á listanum. Ollie Watkins, og Said Benrahma hjá Brentford eru nefndir á nafn ásamt Joe Gelhardt [Wigan Athletic], Emiliano Buendia [Norwich City] og Ronan Curtis [Portsmouth]. Hvað varðar varnarmenn á er Haydon Roberts, samherji White hjá Brighton, nefndur á nafn ásamt Ben Wilmots, leikmanni Watford. Og svo Hjörtur. Hinn 25 ára gamli Hjörtur er uppalinn hjá Fylki hér á landi. Hann hefur verið í herbúðum Bröndby síðan 2016. Þar áður var hann í herbúðum PSV í Hollandi. Hjörtur á að baki 14 A-landsleiki sem og 59 fyrir yngri landslið Íslands. Það er ljóst að Bielsa er með mörg nöfn á blaði og alls óvíst hvort Hjörtur muni leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Að þeir Hay og Worville nefni Hjört þó yfir höfuð á nafn þýðir hins vegar að Bielsa hefur látið fylgjast með Íslendingnum. Hvað gerist verður svo bara að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Danski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira