Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 12:23 Jóhann segir smitrakningu í fullum gangi. Vísir/vilhelm Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi. Jóhann hefur ekki upplýsingar um hvort þeir nýsmituðu séu tengdir öðrum smituðum. Þó megi í það minnsta leiða að því líkum að tengsl séu fyrir hendi hjá þeim tveimur sem voru í sóttkví er þeir greindust. Jóhann segir smitrakningu í fullum gangi og greint verði frekar frá henni á upplýsingafundi almannavarna klukkan tvö. Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að smituðum væri nú að fjölga að hluta til vegna þess að landsmenn hafi slegið slöku við í sóttvörnum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Þetta innanlandssmit sem við erum að horfa á kemur til að einhverju leyti vegna þess að við höfum slakað á okkar persónulegu sóttvörnum. Það er stóra málið fyrir alla núna. Það er handþvottur og sprittun, þessi tveggja metra fjarlægð og þetta sem við höfum oft talað um. Ekki faðmast, ekki heilsast með handabandi. Nú er þetta stóra málið,“ segir Víðir. Er hætt við að smituðum haldi áfram að fjölga næstu daga? „Aðgerðirnar miðast að því að hefta þetta og hluti þeirra sem greindust í dag voru þegar í sóttkví, sem segir að þetta beri nokkurn árangur nú þegar. Þannig að við erum að haldaþessu áfram næstu dagana. Það er erfitt að segja, við settum þessar reglur til tveggja vikna vegna þess að við teljum að það sé tíminn sem gæti tekið að ná utan um þetta,“ segir Víðir. Alls eru 50 nú í einangrun á landinu, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Þá greindust þrír með veiruna á landamærunum í gær; einn er með virkt smit, einn með mótefni og einn bíður eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu. 287 eru í sóttkví og fjölgar um 72 síðan í gær. Hertar aðgerðir vegna bylgju nýsmita sem nú hefur komið upp taka gildi á hádegi í dag. Þar með verða fjöldamörk samkomubanns lækkuð í hundrað og tveggja metra reglunni komið aftur á. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn vegna veirunnar klukkan 14 í dag og sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08 Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41 Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi. Jóhann hefur ekki upplýsingar um hvort þeir nýsmituðu séu tengdir öðrum smituðum. Þó megi í það minnsta leiða að því líkum að tengsl séu fyrir hendi hjá þeim tveimur sem voru í sóttkví er þeir greindust. Jóhann segir smitrakningu í fullum gangi og greint verði frekar frá henni á upplýsingafundi almannavarna klukkan tvö. Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að smituðum væri nú að fjölga að hluta til vegna þess að landsmenn hafi slegið slöku við í sóttvörnum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Þetta innanlandssmit sem við erum að horfa á kemur til að einhverju leyti vegna þess að við höfum slakað á okkar persónulegu sóttvörnum. Það er stóra málið fyrir alla núna. Það er handþvottur og sprittun, þessi tveggja metra fjarlægð og þetta sem við höfum oft talað um. Ekki faðmast, ekki heilsast með handabandi. Nú er þetta stóra málið,“ segir Víðir. Er hætt við að smituðum haldi áfram að fjölga næstu daga? „Aðgerðirnar miðast að því að hefta þetta og hluti þeirra sem greindust í dag voru þegar í sóttkví, sem segir að þetta beri nokkurn árangur nú þegar. Þannig að við erum að haldaþessu áfram næstu dagana. Það er erfitt að segja, við settum þessar reglur til tveggja vikna vegna þess að við teljum að það sé tíminn sem gæti tekið að ná utan um þetta,“ segir Víðir. Alls eru 50 nú í einangrun á landinu, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Þá greindust þrír með veiruna á landamærunum í gær; einn er með virkt smit, einn með mótefni og einn bíður eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu. 287 eru í sóttkví og fjölgar um 72 síðan í gær. Hertar aðgerðir vegna bylgju nýsmita sem nú hefur komið upp taka gildi á hádegi í dag. Þar með verða fjöldamörk samkomubanns lækkuð í hundrað og tveggja metra reglunni komið aftur á. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn vegna veirunnar klukkan 14 í dag og sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08 Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41 Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08
Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41
Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent