Íslenski boltinn

KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.
Úr leik í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. vísir/hag

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst.

Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda í dag beindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, því til íþróttahreyfingarinnar að öllum kappleikjum fullorðinna yrði frestað um eina viku, eða til 10. ágúst. Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins taki gildi á hádegi á morgun.

Leikirnir sjö sem eru í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld fara fram en án áhorfenda.

Í frétt á vefsíðu KSÍ kemur fram að staðan verði endurmetin fyrir 5. ágúst í samráði við heilbrigðisyfirvöld.

Ljóst er mótahald raskast mikið vegna þessara aðgerða. Til að mynda fara tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla og ein í Pepsi Max-deild kvenna fram á tímabilinu sem sóttvarnaryfirvöld óskuðu eftir að engir leikir færu fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×