Hafna því alfarið að hafa rúmlega tvöfaldað grímuverð á 23 mínútum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2020 14:38 Kvittanirnar fyrir grímukaupunum sjást hér. Mikill verðmunur á andlitsgrímum sem keyptar voru með 23 mínútna millibili í Lyf og heilsu í Hafnarfirði í dag skýrist af innkaupaverði hjá viðkomandi heildsölum. Verðið hafi alls ekki verið sérstaklega hækkað í dag vegna mikillar eftirspurnar. Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru kynntar í dag. Tveggja metra reglunni verður komið aftur á en þar sem ekki er hægt að tryggja hana skal fólk bera grímu. Þetta hefur orðið til þess að landsmenn flykkjast nú í apótek og aðrar verslanir til að fjárfesta í grímum. Viðskiptavini Lyfja og heilsu í Firðinum í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór þangað í tvær slíkar verslunarferðir í dag. Í fyrra skiptið kostuðu 20 þriggja laga andlitsgrímur 4.200 krónur en í seinni heimsókninni, 23 mínútum síðar, kostuðu samskonar grímur 9.960 krónur. Rúmlega tvöfalt dýrari, semsagt. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjum og heilsu í Hafnarfirði er það þó fjarri lagi að verðið á grímunum hafi verið hækkað vegna mikillar eftirspurnar eftir blaðamannafundinn í dag. Verðmunurinn skýrist af innkaupaverðinu hjá viðkomandi birgja. Kvittanirnar tvær fyrir umræddum kaupum sjást hér á mynd. Grímurnar sem eru til sölu í versluninni séu þannig í þremur verðflokkum. Stykkjaverð á ódýrustu grímunum er 210 krónur og þá er stykkjaverð á öðrum 498 krónur, líkt og kvittanirnar bera með sér. Svoleiðis hafi þær verið verðlagðar frá því að þær voru fyrst keyptar inn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá geti verið að grímurnar séu nákvæmlega eins en þrátt fyrir það verði apótekið að verðleggja þær á þennan hátt vegna verðlagningar viðkomandi heildsala. Apótekið reyni jafnframt að selja ódýrari grímurnar á undan þeim dýrari. Í þessu tilviki hafi þær ódýru líklega klárast eftir að maðurinn kom í fyrra skiptið og því hafi honum verið seldar dýrari grímur í seinna skiptið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Mikill verðmunur á andlitsgrímum sem keyptar voru með 23 mínútna millibili í Lyf og heilsu í Hafnarfirði í dag skýrist af innkaupaverði hjá viðkomandi heildsölum. Verðið hafi alls ekki verið sérstaklega hækkað í dag vegna mikillar eftirspurnar. Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru kynntar í dag. Tveggja metra reglunni verður komið aftur á en þar sem ekki er hægt að tryggja hana skal fólk bera grímu. Þetta hefur orðið til þess að landsmenn flykkjast nú í apótek og aðrar verslanir til að fjárfesta í grímum. Viðskiptavini Lyfja og heilsu í Firðinum í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór þangað í tvær slíkar verslunarferðir í dag. Í fyrra skiptið kostuðu 20 þriggja laga andlitsgrímur 4.200 krónur en í seinni heimsókninni, 23 mínútum síðar, kostuðu samskonar grímur 9.960 krónur. Rúmlega tvöfalt dýrari, semsagt. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjum og heilsu í Hafnarfirði er það þó fjarri lagi að verðið á grímunum hafi verið hækkað vegna mikillar eftirspurnar eftir blaðamannafundinn í dag. Verðmunurinn skýrist af innkaupaverðinu hjá viðkomandi birgja. Kvittanirnar tvær fyrir umræddum kaupum sjást hér á mynd. Grímurnar sem eru til sölu í versluninni séu þannig í þremur verðflokkum. Stykkjaverð á ódýrustu grímunum er 210 krónur og þá er stykkjaverð á öðrum 498 krónur, líkt og kvittanirnar bera með sér. Svoleiðis hafi þær verið verðlagðar frá því að þær voru fyrst keyptar inn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá geti verið að grímurnar séu nákvæmlega eins en þrátt fyrir það verði apótekið að verðleggja þær á þennan hátt vegna verðlagningar viðkomandi heildsala. Apótekið reyni jafnframt að selja ódýrari grímurnar á undan þeim dýrari. Í þessu tilviki hafi þær ódýru líklega klárast eftir að maðurinn kom í fyrra skiptið og því hafi honum verið seldar dýrari grímur í seinna skiptið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22
Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39
Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43