Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 12:37 Áslaug Arna mun funda með lögreglustjórum í dag. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. Áslaug mun funda með lögreglustjórum landsins á eftir til þess að meta hvort tilefni sé til að fara á neyðarstig Almannavarna. Í dag voru kynntar hertari takmarkanir á samkomubanni, tveggja metra reglan var endurvakin og grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Þá verða skimunaraðgerðir á þeim sem koma hingað til lands hertar. Nú þurfa allir sem koma frá áhættusvæðum að fara í skimun við komuna til landsins, og aftur fjórum til sex dögum síðar, að því gefnu að viðkomandi dveljist hér á landi í tíu daga eða meira. Eins og sakir standa þyrftu því allir sem koma frá öðrum stöðum en Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Þýskalandi að hlíta þessum reglum. Þetta segir Áslaug gert til þess að hamla því að þeir sem komi hingað til lands í lengri tíma beri kórónuveiruna með sér hingað til lands og smiti út frá sér. Áslaug mun sitja fund með lögreglustjórum landsins síðar í dag þar sem farið verður yfir almannavarnamál. „Við ætlum að ræða almannavarnastigið. Mögulega hvort þörf sé á að fara á neyðarstig. Það er auðvitað mikið breytt síðan við fórum síðast á neyðarstig, við vitum meira um veiruna, erum að raðgreina hana betur, við þekkjum betur alla ferla í þessu og þurfum aðeins að skoða hvort að þörf sé á slíku,“ segir Áslaug. Hún segir þó að mögulega geti tekið nokkra daga að meta næstu skref út frá þeim smitum sem hafa komið upp og hvað gerist á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. Áslaug mun funda með lögreglustjórum landsins á eftir til þess að meta hvort tilefni sé til að fara á neyðarstig Almannavarna. Í dag voru kynntar hertari takmarkanir á samkomubanni, tveggja metra reglan var endurvakin og grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Þá verða skimunaraðgerðir á þeim sem koma hingað til lands hertar. Nú þurfa allir sem koma frá áhættusvæðum að fara í skimun við komuna til landsins, og aftur fjórum til sex dögum síðar, að því gefnu að viðkomandi dveljist hér á landi í tíu daga eða meira. Eins og sakir standa þyrftu því allir sem koma frá öðrum stöðum en Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Þýskalandi að hlíta þessum reglum. Þetta segir Áslaug gert til þess að hamla því að þeir sem komi hingað til lands í lengri tíma beri kórónuveiruna með sér hingað til lands og smiti út frá sér. Áslaug mun sitja fund með lögreglustjórum landsins síðar í dag þar sem farið verður yfir almannavarnamál. „Við ætlum að ræða almannavarnastigið. Mögulega hvort þörf sé á að fara á neyðarstig. Það er auðvitað mikið breytt síðan við fórum síðast á neyðarstig, við vitum meira um veiruna, erum að raðgreina hana betur, við þekkjum betur alla ferla í þessu og þurfum aðeins að skoða hvort að þörf sé á slíku,“ segir Áslaug. Hún segir þó að mögulega geti tekið nokkra daga að meta næstu skref út frá þeim smitum sem hafa komið upp og hvað gerist á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira