„Stöndum saman í þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 12:08 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé verið að beina þeim tilmælum til fólks að viðburðum sem fyrirhugaðir voru um verslunarmannahelgina verði slegið á frest. Hann segir að nú þurfi fólk að standa saman og hugsa hlutina á nýjan hátt. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við hann að loknum upplýsingafundi um hertar aðgerðir. „Hundrað manna samkomur er hámarkið og ég þykist vita það að í flestum tilfellum sé það langt undir það sem menn voru að reikna með. Ég held að flestir hafi búist við að geta verið með 500 manns og jafnvel vorum við búin að heyra af hátíðum þar sem menn ætluðu að vera með einhver sóttvarnahólf og annað slíkt. Nú er þetta bara hundrað manns.“ Þá hvetur Víðir fólk til þess að vera ekki að halda viðburði með sóttvarnahólfum sem séu í raun „bara einhver sýndarveruleikasóttvarnahólf.“ „Stöndum bara saman í þessu. Þetta er erfitt, mikið fjárhagslegt tjón fyrir mjög marga en svona er því miður staðan. Við verðum að ná tökum á þessu og þetta er það sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Vinnustaðir geti sett fólk í heimavinnu að nýju Þá segir Víðir að endurkoma tveggja metra reglunnar, sem hefur ekki verið skyldubundin upp á síðkastið, eigi að gilda í hvívetna. Á blaðamannafundi dagsins kom fram að grímuskylda kæmi til með að gilda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. „Við erum að beina grímunum sérstaklega að þessum almenningssamgöngum þar sem fólk er í langan tíma á sama stað í litlu rými. Vinnustaðir eiga flestir meiri möguleika á að setja fólk í heimavinnu líkt og margir gerðu núna í vor.“ Aðspurður segir Víðir að fólki ekki hafi verið sérstaklega ráðlagt að bera grímur á almannafæri. Grímuskyldan snúi aðallega að stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Hópar fjölmennari en hundrað verði ekki liðnir Eins segist Víðir vona að ekki þurfi að grípa til viðurlaga við brota á samkomubanni næstkomandi helgi, verslunarmannahelgina. Hann beinir þeim tilmælum til allra að taka málin alvarlega og forðast að stórir hópar myndist. „Fólk getur ferðast innanlands, það getur fjarið á tjaldstæði, það getur verið með vinum í sumarbústað og öðru slíku en einhverjar hópamyndanir meira en hundrað verða ekki liðnar og tjaldstæðin hafa ekki heimild frá og með hádegi á morgun til að hleypa meira en hundrað manns inn.“ Þá beinir Víðir orðum sínum sérstaklega að ungu fólki, sem hann veit að vill ferðast með vinum sínum um helgina. „Nú þurfa menn bara aðeins að hugsa þetta öðruvísi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé verið að beina þeim tilmælum til fólks að viðburðum sem fyrirhugaðir voru um verslunarmannahelgina verði slegið á frest. Hann segir að nú þurfi fólk að standa saman og hugsa hlutina á nýjan hátt. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við hann að loknum upplýsingafundi um hertar aðgerðir. „Hundrað manna samkomur er hámarkið og ég þykist vita það að í flestum tilfellum sé það langt undir það sem menn voru að reikna með. Ég held að flestir hafi búist við að geta verið með 500 manns og jafnvel vorum við búin að heyra af hátíðum þar sem menn ætluðu að vera með einhver sóttvarnahólf og annað slíkt. Nú er þetta bara hundrað manns.“ Þá hvetur Víðir fólk til þess að vera ekki að halda viðburði með sóttvarnahólfum sem séu í raun „bara einhver sýndarveruleikasóttvarnahólf.“ „Stöndum bara saman í þessu. Þetta er erfitt, mikið fjárhagslegt tjón fyrir mjög marga en svona er því miður staðan. Við verðum að ná tökum á þessu og þetta er það sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Vinnustaðir geti sett fólk í heimavinnu að nýju Þá segir Víðir að endurkoma tveggja metra reglunnar, sem hefur ekki verið skyldubundin upp á síðkastið, eigi að gilda í hvívetna. Á blaðamannafundi dagsins kom fram að grímuskylda kæmi til með að gilda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. „Við erum að beina grímunum sérstaklega að þessum almenningssamgöngum þar sem fólk er í langan tíma á sama stað í litlu rými. Vinnustaðir eiga flestir meiri möguleika á að setja fólk í heimavinnu líkt og margir gerðu núna í vor.“ Aðspurður segir Víðir að fólki ekki hafi verið sérstaklega ráðlagt að bera grímur á almannafæri. Grímuskyldan snúi aðallega að stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Hópar fjölmennari en hundrað verði ekki liðnir Eins segist Víðir vona að ekki þurfi að grípa til viðurlaga við brota á samkomubanni næstkomandi helgi, verslunarmannahelgina. Hann beinir þeim tilmælum til allra að taka málin alvarlega og forðast að stórir hópar myndist. „Fólk getur ferðast innanlands, það getur fjarið á tjaldstæði, það getur verið með vinum í sumarbústað og öðru slíku en einhverjar hópamyndanir meira en hundrað verða ekki liðnar og tjaldstæðin hafa ekki heimild frá og með hádegi á morgun til að hleypa meira en hundrað manns inn.“ Þá beinir Víðir orðum sínum sérstaklega að ungu fólki, sem hann veit að vill ferðast með vinum sínum um helgina. „Nú þurfa menn bara aðeins að hugsa þetta öðruvísi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira