Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 11:30 Ein með öllu hefði átt að fara fram á Akureyri um helgina, þó með breyttu sniði. Vísir/Vilhelm Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. Sæludögum í Vatnaskógi var aflýst klukkan 11:20 og mínútu síðar var Ein með öllu á Akureyri blásin af. Skógarmenn KFUM, sem reka sumarbúðir í Vatnaskógi, hafa tekið þá ákvörðun að aflýsa Sæludögum. „Í ár var í undirbúningi hátíð þar sem samkomutakmarkanir yrðu að fullu virtar og búið að gera aðrar ráðstafanir í fullu samræmi til tilmæli Embættis landlæknis,“ segja Skógarmenn í yfirlýsingu og bæta við: „Það er aftur á móti mat stjórnar Skógarmanna KFUM að ekki sé lengur forsvaranlegt að halda fyrirhugaða fjölskylduhátíð í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru komnar upp á ný.“ Fólki býðst að fá aðgöngu- og gistikostnað endurgreiddan að fullu. Svipaða sögu er að segja frá Akureyri. „Í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu Covid-19 faraldursins á Íslandi hefur fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu“ á Akureyri og öllum viðburðum sem henni tengjast verið aflýst. Það smit sem komið er upp í samfélaginu og í kjölfarið ný fyrirmæli sóttvarnarlæknis og heilbrigðisyfirvalda útiloka slíkt viðburðahald,“ segir í yfirlýsingu fá aðstandendum. Þar segjast þeir hafa átt fund með lögreglunni á Akureyri og bæjaryfirvöldum í morgun. Þar hafi verið einhugur um að taka enga áhættu og því einboðið að aflýsa Einni með öllu. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. Sæludögum í Vatnaskógi var aflýst klukkan 11:20 og mínútu síðar var Ein með öllu á Akureyri blásin af. Skógarmenn KFUM, sem reka sumarbúðir í Vatnaskógi, hafa tekið þá ákvörðun að aflýsa Sæludögum. „Í ár var í undirbúningi hátíð þar sem samkomutakmarkanir yrðu að fullu virtar og búið að gera aðrar ráðstafanir í fullu samræmi til tilmæli Embættis landlæknis,“ segja Skógarmenn í yfirlýsingu og bæta við: „Það er aftur á móti mat stjórnar Skógarmanna KFUM að ekki sé lengur forsvaranlegt að halda fyrirhugaða fjölskylduhátíð í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru komnar upp á ný.“ Fólki býðst að fá aðgöngu- og gistikostnað endurgreiddan að fullu. Svipaða sögu er að segja frá Akureyri. „Í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu Covid-19 faraldursins á Íslandi hefur fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu“ á Akureyri og öllum viðburðum sem henni tengjast verið aflýst. Það smit sem komið er upp í samfélaginu og í kjölfarið ný fyrirmæli sóttvarnarlæknis og heilbrigðisyfirvalda útiloka slíkt viðburðahald,“ segir í yfirlýsingu fá aðstandendum. Þar segjast þeir hafa átt fund með lögreglunni á Akureyri og bæjaryfirvöldum í morgun. Þar hafi verið einhugur um að taka enga áhættu og því einboðið að aflýsa Einni með öllu.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19