Spítalainnlögn vegna Covid-19 Stefán Ó. Jónsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2020 10:47 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Vísir/Vilhelm Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar. Þetta er fyrsta innlögnin á sjúkrahús vegna Covid-19 síðan í maí. Ríkisútvarpið greindi frá þessu fyrst en Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, staðfestir þetta við fréttastofu. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákváðu í gær að grípa til aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýja reglurnar tóku gildi á miðnætti en vegna innlagnarinnar er þessi vænst að viðbúnaðarstig á spítalanum verði hækkað yfir á hættustig. Í samtali við fréttastofu segir Már að tilefni hafi þótt til að leggja einstaklinginn inn en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um ástand viðkomandi. Innlögnin sé táknræn að mati Más og til marks um að „það séu meiri veikindi út í samfélaginu heldur en við höfum getað staðfest.“ Már segir þá að gera verði ráð fyrir því að fleiri séu smitaðir í samfélaginu, og því mögulegt að fleiri innlagnir muni fylgja í kjölfarið. Viðbragðsstjórn spítalans mun koma saman klukkan 12 í dag. Eftir þann fund gerir Már ráð fyrir því að spítalinn verði formlega settur á hættustig. „Ef maður gerir þessar reikningskúnstir aftur á bak miðað við það sem var hérna í vor, þá má gera ráð fyrir því að það séu fleiri einstaklingar þarna úti. Þá ræðst þetta svolítið á næstu dögum, hvað er að gerast,“ segir Már. Hann segir spítalinn sé þegar kominn í stellingar og haldi vel utan um alla tölfræði er varðar innlagnir á Covid-göngudeild og annað slíkt. „Þannig getur maður áttað sig á umfanginu og viðbragðið helgast svolítið af því.“ Síðasti smitaði einstaklingurinn var útskrifaður af Landspítalanum þann 13. maí síðastliðinn. Þegar mest lét voru 44 inniliggjandi á sama tíma í byrjun apríl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar. Þetta er fyrsta innlögnin á sjúkrahús vegna Covid-19 síðan í maí. Ríkisútvarpið greindi frá þessu fyrst en Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, staðfestir þetta við fréttastofu. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákváðu í gær að grípa til aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýja reglurnar tóku gildi á miðnætti en vegna innlagnarinnar er þessi vænst að viðbúnaðarstig á spítalanum verði hækkað yfir á hættustig. Í samtali við fréttastofu segir Már að tilefni hafi þótt til að leggja einstaklinginn inn en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um ástand viðkomandi. Innlögnin sé táknræn að mati Más og til marks um að „það séu meiri veikindi út í samfélaginu heldur en við höfum getað staðfest.“ Már segir þá að gera verði ráð fyrir því að fleiri séu smitaðir í samfélaginu, og því mögulegt að fleiri innlagnir muni fylgja í kjölfarið. Viðbragðsstjórn spítalans mun koma saman klukkan 12 í dag. Eftir þann fund gerir Már ráð fyrir því að spítalinn verði formlega settur á hættustig. „Ef maður gerir þessar reikningskúnstir aftur á bak miðað við það sem var hérna í vor, þá má gera ráð fyrir því að það séu fleiri einstaklingar þarna úti. Þá ræðst þetta svolítið á næstu dögum, hvað er að gerast,“ segir Már. Hann segir spítalinn sé þegar kominn í stellingar og haldi vel utan um alla tölfræði er varðar innlagnir á Covid-göngudeild og annað slíkt. „Þannig getur maður áttað sig á umfanginu og viðbragðið helgast svolítið af því.“ Síðasti smitaði einstaklingurinn var útskrifaður af Landspítalanum þann 13. maí síðastliðinn. Þegar mest lét voru 44 inniliggjandi á sama tíma í byrjun apríl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira