Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 16:38 Frá höfuðstöðvum Samherja. Vísir/Egill Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. Niðurstöður skýrslu Wikborg Rein hafa verið kynntar stjórn Samherja, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins. Til stendur að meta síðar hvaða niðurstöður sé hægt að birta opinberlega og hvernig. Samherji réði Wikborg Rein til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu eftir að ásakanir komu fram um að félög þess hefðu mútað embættismönnum til að tryggja sér aflaheimildir. Þá hafa félögin verið sökuð um að svíkja undan skatti í Afríkulandinu. Í tilkynningu Samherja segir að starfsmenn Wikborg Rein hafi farið yfir og greint meira en milljón skjala í rannsókn sinni. Þá hafi þeir tekið viðtöl við allmarga starfsmenn Samherja og rannsakað málið í mörgum löndum, þar á meðal í Namibíu. Endurskoðunarfyrirtækið Forensic Risk Alliance hafi jafnframt farið yfir og greint fjölda millifærslna sem tengjast starfseminni í Namibíu. Eríkur S. Jóhannson, formaður stjórnar Samherja.Samherji Ætla að funda með héraðssaksóknara í haust Rannsóknir standa yfir á starfsemi Samherja í Namibíu bæði þar og á vegum héraðssaksóknara og skattrannsóknastjóra á Íslandi. „Samherji mun áfram eiga samskipti við þar til bær stjórnvöld sem sýnt hafa vilja til gagnkvæmrar samvinnu og bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökunum sem tengjast starfseminni í Namibíu,“ segir í tilkynningunni. Þannig liggi samkomulag fyrir um að lögmenn Wikborg Rein fundi með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Fundað hafi verið með fulltrúum namibískra stjórnvalda til að kanna grundvöll fyrir svipuðu samstarfi við þau. „Þegar Wikborg Rein hefur fundað með fulltrúum viðeigandi stjórnvalda þarf að taka afstöðu til fjölmargra atriða. Þar á meðal hvaða niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að birta opinberlega og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sambandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eríki S. Jóhannssyni, stjórnarformanni Samherja, að hann boði að fyrirtækið taki „skýrari afstöðu“ opinberlega til einstakra mála og fjalla nánar um einstök atriði en það hafi gert til þessa. Hafnar hann því að stjórnendur fyrirtækisins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokkurt dótturfyrirtæki stundaði vafasama viðskiptahætti, þar á meðal mútugreiðslur eða peningaþvætti. Eiríkur segir einnig í tilkynningunni að Samherji hafi strax í byrjun verið sannfærður um að „sumar“ ásakananna væru tilhæfulausar. Þá sé því „freklega misboðið“ vegna fullyrðinga um að fyrirtækið hefði arðrænt þróunarríki og tekið stóran hluta hagnaðar þar úr landi. „Aðrar ásakanir vörðuðu lítinn hluta erlendrar starfsemi okkar á öðru menningarsvæði, fjarri Íslandi,“ er haft eftir Eiríki. Fréttin hefur verið uppfærð. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. Niðurstöður skýrslu Wikborg Rein hafa verið kynntar stjórn Samherja, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins. Til stendur að meta síðar hvaða niðurstöður sé hægt að birta opinberlega og hvernig. Samherji réði Wikborg Rein til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu eftir að ásakanir komu fram um að félög þess hefðu mútað embættismönnum til að tryggja sér aflaheimildir. Þá hafa félögin verið sökuð um að svíkja undan skatti í Afríkulandinu. Í tilkynningu Samherja segir að starfsmenn Wikborg Rein hafi farið yfir og greint meira en milljón skjala í rannsókn sinni. Þá hafi þeir tekið viðtöl við allmarga starfsmenn Samherja og rannsakað málið í mörgum löndum, þar á meðal í Namibíu. Endurskoðunarfyrirtækið Forensic Risk Alliance hafi jafnframt farið yfir og greint fjölda millifærslna sem tengjast starfseminni í Namibíu. Eríkur S. Jóhannson, formaður stjórnar Samherja.Samherji Ætla að funda með héraðssaksóknara í haust Rannsóknir standa yfir á starfsemi Samherja í Namibíu bæði þar og á vegum héraðssaksóknara og skattrannsóknastjóra á Íslandi. „Samherji mun áfram eiga samskipti við þar til bær stjórnvöld sem sýnt hafa vilja til gagnkvæmrar samvinnu og bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökunum sem tengjast starfseminni í Namibíu,“ segir í tilkynningunni. Þannig liggi samkomulag fyrir um að lögmenn Wikborg Rein fundi með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Fundað hafi verið með fulltrúum namibískra stjórnvalda til að kanna grundvöll fyrir svipuðu samstarfi við þau. „Þegar Wikborg Rein hefur fundað með fulltrúum viðeigandi stjórnvalda þarf að taka afstöðu til fjölmargra atriða. Þar á meðal hvaða niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að birta opinberlega og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sambandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eríki S. Jóhannssyni, stjórnarformanni Samherja, að hann boði að fyrirtækið taki „skýrari afstöðu“ opinberlega til einstakra mála og fjalla nánar um einstök atriði en það hafi gert til þessa. Hafnar hann því að stjórnendur fyrirtækisins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokkurt dótturfyrirtæki stundaði vafasama viðskiptahætti, þar á meðal mútugreiðslur eða peningaþvætti. Eiríkur segir einnig í tilkynningunni að Samherji hafi strax í byrjun verið sannfærður um að „sumar“ ásakananna væru tilhæfulausar. Þá sé því „freklega misboðið“ vegna fullyrðinga um að fyrirtækið hefði arðrænt þróunarríki og tekið stóran hluta hagnaðar þar úr landi. „Aðrar ásakanir vörðuðu lítinn hluta erlendrar starfsemi okkar á öðru menningarsvæði, fjarri Íslandi,“ er haft eftir Eiríki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12
Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07