Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 22:49 Kári Stefánsson segist telja að fleiri séu smitaðir en vitað er af. Vísir/Vilhelm „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Fyrr í dag var tilkynnt að Íslensk erfðagreining sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. Greint hefur verið frá því að þrír aðilar séu sýktir með samskonar stökkbreytingu veirunnar án þess að nokkur tengsl séu á milli þeirra. Kári segir að það bendi til þess að þær komi frá sömu uppsprettu og bendi til þess að fleiri séu sýktir en vitað er til. Kári segist hafa áhyggjur af stöðu mála og að faraldurinn sé aftur kominn á þann stað þar sem allir eigi að leggja sitt af mörkum. „Nú eru að berast fréttir af því að sá möguleiki sé fyrir hendi að fleiri af þeim sem voru á fótboltamótinu í Laugardal séu orðnir sýktir,“ sagði Kári en knattspyrnumót Þróttar, Rey Cup, fór fram um liðna helgi og greindist fullorðinn einstaklingur sem var á svæðinu með kórónuveirusmit. Þegar allt sé lagt saman bendi það til þess að veiran sé komin á nokkuð flug að nýju. Íslensk erfðagreining muni sinna skimun í samfélaginu og skima mikið í kringum þá sýktu til þess að meta hversu miklu flugi veiran hafi náð. Þetta muni þurfa að gerast hratt að mati Kára. „Þannig að við buðumst til þess að fara af stað og byrja að skima aftur og erum búin að eiga fund með landlækni, sóttvarnarlækni, hafa samband við kollega okkar uppi á Landspítala og við ætlum að byrja á þessu eins hratt eins og við getum.“ Sagði Kári Stefánsson í Kvöldfréttum RÚV. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Fyrr í dag var tilkynnt að Íslensk erfðagreining sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. Greint hefur verið frá því að þrír aðilar séu sýktir með samskonar stökkbreytingu veirunnar án þess að nokkur tengsl séu á milli þeirra. Kári segir að það bendi til þess að þær komi frá sömu uppsprettu og bendi til þess að fleiri séu sýktir en vitað er til. Kári segist hafa áhyggjur af stöðu mála og að faraldurinn sé aftur kominn á þann stað þar sem allir eigi að leggja sitt af mörkum. „Nú eru að berast fréttir af því að sá möguleiki sé fyrir hendi að fleiri af þeim sem voru á fótboltamótinu í Laugardal séu orðnir sýktir,“ sagði Kári en knattspyrnumót Þróttar, Rey Cup, fór fram um liðna helgi og greindist fullorðinn einstaklingur sem var á svæðinu með kórónuveirusmit. Þegar allt sé lagt saman bendi það til þess að veiran sé komin á nokkuð flug að nýju. Íslensk erfðagreining muni sinna skimun í samfélaginu og skima mikið í kringum þá sýktu til þess að meta hversu miklu flugi veiran hafi náð. Þetta muni þurfa að gerast hratt að mati Kára. „Þannig að við buðumst til þess að fara af stað og byrja að skima aftur og erum búin að eiga fund með landlækni, sóttvarnarlækni, hafa samband við kollega okkar uppi á Landspítala og við ætlum að byrja á þessu eins hratt eins og við getum.“ Sagði Kári Stefánsson í Kvöldfréttum RÚV.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira