Benedikt víkur úr máli eftir útskriftarveislu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2020 15:11 Benedikt Bogason, hæstaréttardómari. mynd/ valgarður Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur vikið úr máli þrotabús EK1923 gegn Sjöstjörnunni sem flutt verður fyrir Hæstarétti í október. Þetta staðfestir Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður Sjöstjörnunnar, í samtali við Vísi en tilkynning þess efnis barst í morgun. Heiðar hafði krafist þess að Benedikt viki úr málinu eftir að sá síðarnefndi sótti útskriftarveislu dætra Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra þrotabús EK1923. Sjöstjarnan, félag athafnamannsins Skúla Gunnars Sigfússonar, hafði í héraði verið dæmd til að greiða þrotabúinu 223 milljóna króna riftun annars vegar og 21 milljón hins vegar auk vaxta sem Sveinn hafði farið fram á. Landsréttur taldi hins vegar að greiða ætti lægri upphæðina og kyrrsetning á eignum sem höfðu tengst hærri upphæðinni hafði einnig verið felld út. Sveinn Andri áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðnina. Heiðar Ásberg, lögmaður Sjöstjörnunnar, sendi forseta Hæstaréttar bréf í síðustu viku þar sem þess var krafist að hæfi Benedikts Bogasonar yrði metið í málinu en hann væri góðvinur Sveins Andra og því ekki í stöðu til að dæma í málinu. Vísaði hann þá til þess að Benedikt hefði nýlega sótt útskriftarveislur tveggja dætra Sveins Andra, sem mbl.is greindi frá. „Ég vil ekki að vinir andstæðinga minna dæmi í málinu þeirra. Það segir sig sjálft,“ segir Heiðar. Ekki liggur fyrir hver taki við málinu en nýlega sögðu Gréta Baldvinsdóttir og Þorgeir Erlingsson af sér en þau voru dómarar í Hæstarétti. Umsóknarfrestur í stöðu dómara rann út í gær og munu því þrír taka dómarasæti í málinu í haust. „Svo kom tilkynning í morgun um að þau og Benedikt væru ekki lengur í málinu þannig að við vitum bara að Sigurður Tómas og Ingveldur eru en við vitum ekki hverjir koma í staðin fyrir hin,“ segir Heiðar. „Ég hef vitað það lengi að þeir væru félagar en það að hann kæmi í útskriftarveislu barnanna var eitthvað sem ég vissi ekki fyrr en bara eftir á. Þú býður ekki einhverjum kunningjum þínum í útskriftarveislu barnanna þinna, þú býður bestu vinum þínum. Þess vegna krafðist ég þess að hann myndi víkja úr sæti sem hann gerði.“ Dómsmál Tengdar fréttir Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. 3. apríl 2020 12:02 Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. 29. apríl 2020 18:14 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur vikið úr máli þrotabús EK1923 gegn Sjöstjörnunni sem flutt verður fyrir Hæstarétti í október. Þetta staðfestir Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður Sjöstjörnunnar, í samtali við Vísi en tilkynning þess efnis barst í morgun. Heiðar hafði krafist þess að Benedikt viki úr málinu eftir að sá síðarnefndi sótti útskriftarveislu dætra Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra þrotabús EK1923. Sjöstjarnan, félag athafnamannsins Skúla Gunnars Sigfússonar, hafði í héraði verið dæmd til að greiða þrotabúinu 223 milljóna króna riftun annars vegar og 21 milljón hins vegar auk vaxta sem Sveinn hafði farið fram á. Landsréttur taldi hins vegar að greiða ætti lægri upphæðina og kyrrsetning á eignum sem höfðu tengst hærri upphæðinni hafði einnig verið felld út. Sveinn Andri áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðnina. Heiðar Ásberg, lögmaður Sjöstjörnunnar, sendi forseta Hæstaréttar bréf í síðustu viku þar sem þess var krafist að hæfi Benedikts Bogasonar yrði metið í málinu en hann væri góðvinur Sveins Andra og því ekki í stöðu til að dæma í málinu. Vísaði hann þá til þess að Benedikt hefði nýlega sótt útskriftarveislur tveggja dætra Sveins Andra, sem mbl.is greindi frá. „Ég vil ekki að vinir andstæðinga minna dæmi í málinu þeirra. Það segir sig sjálft,“ segir Heiðar. Ekki liggur fyrir hver taki við málinu en nýlega sögðu Gréta Baldvinsdóttir og Þorgeir Erlingsson af sér en þau voru dómarar í Hæstarétti. Umsóknarfrestur í stöðu dómara rann út í gær og munu því þrír taka dómarasæti í málinu í haust. „Svo kom tilkynning í morgun um að þau og Benedikt væru ekki lengur í málinu þannig að við vitum bara að Sigurður Tómas og Ingveldur eru en við vitum ekki hverjir koma í staðin fyrir hin,“ segir Heiðar. „Ég hef vitað það lengi að þeir væru félagar en það að hann kæmi í útskriftarveislu barnanna var eitthvað sem ég vissi ekki fyrr en bara eftir á. Þú býður ekki einhverjum kunningjum þínum í útskriftarveislu barnanna þinna, þú býður bestu vinum þínum. Þess vegna krafðist ég þess að hann myndi víkja úr sæti sem hann gerði.“
Dómsmál Tengdar fréttir Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. 3. apríl 2020 12:02 Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. 29. apríl 2020 18:14 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Skúli í Subway fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. 3. apríl 2020 12:02
Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. 29. apríl 2020 18:14
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent