Innlent

Svona var 89. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alma Möller landlæknir situr fyrir svörum á upplýsingafundi dagsins.
Alma Möller landlæknir situr fyrir svörum á upplýsingafundi dagsins. Vísir/vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðaði til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“. Fundurinn hófst klukkan 14 venju samkvæmt og var sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi.

Á fundi dagsins fóru Alma D. Möller landlæknir, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Boðað var til fundarins í dag vegna fjölgunar kórónuveirusmita hér á landi síðustu daga. Nú eru 24 í einangrun vegna smits og hafa ekki verið fleiri síðan í maí.

Sem fyrr segir hófst fundurinn klukkan 14. Upptöku af fundinum má nálgast hér að ofan. Þá má finna beina textalýsingu af fundinum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×