Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2020 11:04 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. Fjöldamörk samkomubanns munu þannig áfram miðast við 500 manns til 18. ágúst, auk þess sem skemmtistaðir verða áfram opnir til 23. Til stóð að fjöldamörk yrðu hækkuð í 1.000 og afgreiðslutími skemmtistaða lengdur til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi. Bíða með breytingar í ljósi innanlandssmita Ríkisstjórnin tók fyrir áætlaðar breytingar á fjöldatakmörkunum og afgreiðslutíma skemmtistaða vegna kórónuveirunnar á fundi sínum í morgun. Heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu nú að loknum fundi að hún hafi fengið nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær. Hún hafði áður fallist á tillögur hans er sneru að tilslökunum á samkomubanni 4. ágúst. „En í ljósi stöðunnar sem við erum að sjá þessa dagana, bæði í gær og í fyrradag, þá leggur hann til við mig að við bíðum með þessar tilslakanir í tvær vikur. Það er að segja, þá breytingu annars vegar að fjölga úr fimm hundruð í þúsund með hámarksfjölda á einum stað og hins vegar þetta með að lengja opnunartíma veitingahúsa frá ellefu til miðnættis. Þannig að það verður bið á þeirri breytingu í ljósi þess að við þurfum að ná betur utan um stöðuna.“ Innt eftir því hvort til skoðunar sé að grípa til hertari aðgerða í ljósi innanlandssmitanna sem greinst hafa hér á landi síðustu daga segir Svandís að nú sé allt til skoðunar. „Það standa yfir fundir þar sem verið er að skoða þessi mál og samspilið við skimun á landamærum. Ég legg megináherslu á það í dag að við þurfum að herða verulega á því sem við öll kunnum svo vel, sem eru okkar einstaklingsbundnu smitvarnir.“ Þá þurfi einnig að skoða hvort setja eigi aukinn kraft í skimun fyrir veirunni innanlands. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt hér eftir sem hingað til,“ segir Svandís. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samkomubann miðast við þúsund eftir verslunarmannahelgi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að framlengja núgildandi samkomubann fram yfir verslunarmannahelgi. 22. júlí 2020 07:00 Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. Fjöldamörk samkomubanns munu þannig áfram miðast við 500 manns til 18. ágúst, auk þess sem skemmtistaðir verða áfram opnir til 23. Til stóð að fjöldamörk yrðu hækkuð í 1.000 og afgreiðslutími skemmtistaða lengdur til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi. Bíða með breytingar í ljósi innanlandssmita Ríkisstjórnin tók fyrir áætlaðar breytingar á fjöldatakmörkunum og afgreiðslutíma skemmtistaða vegna kórónuveirunnar á fundi sínum í morgun. Heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu nú að loknum fundi að hún hafi fengið nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær. Hún hafði áður fallist á tillögur hans er sneru að tilslökunum á samkomubanni 4. ágúst. „En í ljósi stöðunnar sem við erum að sjá þessa dagana, bæði í gær og í fyrradag, þá leggur hann til við mig að við bíðum með þessar tilslakanir í tvær vikur. Það er að segja, þá breytingu annars vegar að fjölga úr fimm hundruð í þúsund með hámarksfjölda á einum stað og hins vegar þetta með að lengja opnunartíma veitingahúsa frá ellefu til miðnættis. Þannig að það verður bið á þeirri breytingu í ljósi þess að við þurfum að ná betur utan um stöðuna.“ Innt eftir því hvort til skoðunar sé að grípa til hertari aðgerða í ljósi innanlandssmitanna sem greinst hafa hér á landi síðustu daga segir Svandís að nú sé allt til skoðunar. „Það standa yfir fundir þar sem verið er að skoða þessi mál og samspilið við skimun á landamærum. Ég legg megináherslu á það í dag að við þurfum að herða verulega á því sem við öll kunnum svo vel, sem eru okkar einstaklingsbundnu smitvarnir.“ Þá þurfi einnig að skoða hvort setja eigi aukinn kraft í skimun fyrir veirunni innanlands. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt hér eftir sem hingað til,“ segir Svandís. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samkomubann miðast við þúsund eftir verslunarmannahelgi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að framlengja núgildandi samkomubann fram yfir verslunarmannahelgi. 22. júlí 2020 07:00 Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Samkomubann miðast við þúsund eftir verslunarmannahelgi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að framlengja núgildandi samkomubann fram yfir verslunarmannahelgi. 22. júlí 2020 07:00
Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58
Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44