Innlent

Leit að ungu pari á Hornströndum hefur ekki borið árangur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Níu björgunarsveitarmenn hafa leitað parsins í alla nótt en leitin hefur ekki borið árangur.
Níu björgunarsveitarmenn hafa leitað parsins í alla nótt en leitin hefur ekki borið árangur. Vísir

Níu björgunarsveitarmenn hafa í alla nótt leitað að ungu pari sem óskaði aðstoðar á Hornströndum rétt fyrir miðnættið. Leitin hefur enn engan árangur borið en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum er mjög mikil þoka á svæðinu og aðstæður til leitar erfiðar. 

Björgunarsveitarmennirnir voru rétt ókomnir í neyðarskýlið í Hlöðuvík á áttunda tímanum og að sögn lögreglu verður aukinn kraftur settur í leitina finnist parið ekki í skýlinu, en parið var talið einhversstaðar á milli Fljótavíkur og Hlöðuvíkur. 

Gönguhópurinn var í nótt ferjaður á Hornstrandir um borð í björgunarskipinu Gísla Jóns og komu göngumenn á svæðið um klukkan hálftvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×