Fótbolti

PSG marði St. Etienne í úrslitum | Mbappé meiddist illa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn PSG fagna sigurmarki kvöldsins.
Leikmenn PSG fagna sigurmarki kvöldsins. Xavier Laine/Getty Images

Úrslitaleikur frönsku bikarkeppninnar fór fram í kvöld. Þar marði stórlið PSG 1-0 sigur á St. Etienne.

Það var mikill hiti í leiknum en alls fóru átta gul spjöld á loft og eitt rautt. Loic Perrin fékk beint rautt spjald í liði St. Etienne fyrir fólskulegt brot á Kylian Mbappé á 31. mínútu leiksins. 

Í kjölfarið sauð allt upp úr og fékk Marco Veratti, leikmaður PSG, til að mynda gult spjald þrátt fyrir að sitja á bekknum. Mbappé þurfti að yfirgefa völlinn. Óvíst er hversu lengi hann verður frá. 

Þegar þarna var komið við sögu var staðan 1-0 fyrir PSG en Neymar kom þeim yfir á 14. mínútu leiksins. Þrátt fyrir að vera manni fleiri tókst PSG ekki að bæta við mörkum og lauk leiknum því með 1-0 sigri PSG. 

PSG vann þar með tvöfalt en liðið varð Frakklandsmeistari þó svo að deildinni hafi verið aflýst vegna kórónufaraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×