Innlent

Margir lífeyrissjóðir hafa ekki enn farið að tilmælum FME

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar

Seðlabankastjóri segir stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ekki hafa brugðist við ársgömlum tilmælum Fjármálaeftirlitsins um að skýra við hvaða aðstæður stjórnarmönnum yrði vikið frá. Formaður VR hafi sett stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu.

Fyrir ári sendi FME tilmæli til lífeyrissjóða eftir að fulltrúaráð VR tilkynnti að það hefði ákveðið að skipta út öllum stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði verslunarmanna eftir að vextir voru hækkaðir á útlánum sjóðsins. Í tilmælunum var farið á að sjóðirnir skýrðu í samþykktum hvort og við hvaða aðstæður umboð stjórnarmanna yrði afturkallað. 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir brýnt að lífeyrissjóðirnir fari að tilmælunum . Verði það ekki gert muni Seðlabankinn beita sér fyrir lagasetningu þess efnis. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi til að mynda enn ekki brugðist við.

„Það er mjög óheppilegt að hægt sé að vikja fólki fyrirvaralaust úr stjórnum lífeyrissjóða eins og sagan sýnir og það voru tilmælin sem bárust frá Fjármálaeftirlitinu fyrir ári síðan og hefur ekki verið lagað í Lífeyrissjóði verslunarmanna,“ segir Ásgeir.

Aðeins einn hefur orðið við tilmælum FME

Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum lífeyrissjóða um hvort farið hafi verið að tilmælum FME. Ekki bárust svör frá öllum lífeyrissjóðum en þeir lífeyrissjóðir sem svöruðu og hafa ekki ennþá farið að tilmælum FME eru:

Birta, Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, lífeyrissjóður bankamanna og Lífeyrissjóður Verslunarmanna. 

Lífsverk hefur farið að tilmælunum FME.

Setur stjórn lífeyrissjóðsins í vonda stöðu

Fyrir viku beindi stjórn VR því til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verslunarmanna að sniðganga hlutafjárútboð í Icelandair. Formaður VR dró yfirlýsinguna til baka á þriðjudag. Og stjórnin gerði það svo í dag. SA fór í vikunni fram á að Seðlabankinn gripi til aðgerða vegna málsins. 

Ágeir Jónsson seðlabankastjóri segir málið setja stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu.

Stjórn VR sendi tilmæli til stjórnar lífeyrissjóðsins sem stjórn lífeyrissjóðsins má ekki fara eftir samkvæmt lögum. Það lítur ekki út fyrir að stjórn lífeyrissjóðsins hefði brugðist við þessum tilmælum en ef hún myndi gera það þá væri það eitthvað sem við þyrftum að skoða.

Ef stjórn lífeyrissjóðsins tekur ekki þátt í útboðinu þá gætu vaknað grunsemdir að hún sé að fara að fyrri tilmælunum og það er mjög óheppilegt fyrir sjóðinn,“ segir Ásgeir.


Tengdar fréttir

Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út

Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair.

Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi

Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×