Morgunbænir í Ægisif í fyrsta skipti í 86 ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 07:56 Trúræknir íbúar Istanbúl bíða eftirvæntingarfullir eftir að dyr Ægisifjar verði opnaðar í dag. Getty/Arif Hudaverdi Yaman Múslimar í Istanbúl halda til morgunbæna í Ægisif í dag, föstudag, í fyrsta skipti frá því að henni var breytt aftur í mosku úr safni. Ali Yerlikaya, ríkisstjóri Istanbúl, sagði í sjónvörpuðu ávarpi í gær að heilbrigðisstarfsfólk yrði á staðnum vegna faraldursins sem gengur nú yfir. Þá hvatti hann fólk til að vera með grímur í bænastundinni, koma með eigin bænateppi og sýna tillitssemi. Þá var tilkynnt að um þúsund gætu verið í Ægisif á hverjum tíma við bænir. Þá hafa ýmsar breytingar verið gerðar á byggingunni. Bænateppi hefur verið lagt á gólf og kristnir helgimunir hafa verið huldir. Þá hafa ýmsar helgimyndir í kirkjunni, þar á meðal mósaík-mynd af Maríu Mey og Jesúbarninu, verið lýstar upp svo þær sjáist ekki. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti verður viðstaddur fyrstu bænastundarinnar í dag en hann var mikill talsmaður þess að breyta Ægisif aftur í mosku. Ægisif, eða Sófíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluðu borgina, féll í hendur Ottómana árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem hefur laðað að sér milljónir ferðamanna árlega. Stjórnlagadómstóll Tyrklands skar úr um það þann 10. Júlí að ekki skyldi skilgreina bygginguna sem safn enda væri það brot á lögum landsins, og Erdogan skrifaði undir tilskipun þess efnis að Ægisif skyldi aftur breytt í mosku sama dag. Tyrkneskir þjóðernissinnar og trúarhópar óskuðu eftir því að byggingunni yrði breytt í mosku á nýjan leik og studdi Erdogan tillöguna. Tillagan var gagnrýnd víða, bæði af erlendum embættismönnum og af trúarleiðtogum. Nú er stjórn moskunnar í höndum tyrkneskra trúaryfirvalda. Tyrkland Trúmál Tengdar fréttir Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. 12. júlí 2020 15:23 Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30 Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Múslimar í Istanbúl halda til morgunbæna í Ægisif í dag, föstudag, í fyrsta skipti frá því að henni var breytt aftur í mosku úr safni. Ali Yerlikaya, ríkisstjóri Istanbúl, sagði í sjónvörpuðu ávarpi í gær að heilbrigðisstarfsfólk yrði á staðnum vegna faraldursins sem gengur nú yfir. Þá hvatti hann fólk til að vera með grímur í bænastundinni, koma með eigin bænateppi og sýna tillitssemi. Þá var tilkynnt að um þúsund gætu verið í Ægisif á hverjum tíma við bænir. Þá hafa ýmsar breytingar verið gerðar á byggingunni. Bænateppi hefur verið lagt á gólf og kristnir helgimunir hafa verið huldir. Þá hafa ýmsar helgimyndir í kirkjunni, þar á meðal mósaík-mynd af Maríu Mey og Jesúbarninu, verið lýstar upp svo þær sjáist ekki. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti verður viðstaddur fyrstu bænastundarinnar í dag en hann var mikill talsmaður þess að breyta Ægisif aftur í mosku. Ægisif, eða Sófíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluðu borgina, féll í hendur Ottómana árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem hefur laðað að sér milljónir ferðamanna árlega. Stjórnlagadómstóll Tyrklands skar úr um það þann 10. Júlí að ekki skyldi skilgreina bygginguna sem safn enda væri það brot á lögum landsins, og Erdogan skrifaði undir tilskipun þess efnis að Ægisif skyldi aftur breytt í mosku sama dag. Tyrkneskir þjóðernissinnar og trúarhópar óskuðu eftir því að byggingunni yrði breytt í mosku á nýjan leik og studdi Erdogan tillöguna. Tillagan var gagnrýnd víða, bæði af erlendum embættismönnum og af trúarleiðtogum. Nú er stjórn moskunnar í höndum tyrkneskra trúaryfirvalda.
Tyrkland Trúmál Tengdar fréttir Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. 12. júlí 2020 15:23 Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30 Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. 12. júlí 2020 15:23
Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30
Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04