Óvíst hvernig forgangur verður í bóluefni hér á landi Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2020 20:00 Íslendingar verða þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi við þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. Búist er við að einn af hverjum fimm Íslendingum verði bólusettur fyrir lok næsta árs, gangi allt eftir. Verkefnið nefnist COVAX og er leitt af alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Með þátttöku tryggja Íslendingar sér aðgangn að bóluefni. Áttatíu ríki hafa lýst yfir áhuga á þátttöku. Verkfefninu er ætla að styðja við þróun bóluefnis og koma á heildarstýringu við dreifingu á því. „Annars yrði þetta bara fyrstur kemur fyrstur fær. Ég held því að þetta sé mjög lofsvert og fínt framtak,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ekki liggi fyrir hvaða hópar munu hafa forgang í bóluefnið hér á landi. „Það fer eftir því hvernig bóluefnið virkar, hjá hvaða hópum það virkar vel. Það fer eftir hvernig staðan á faraldrinum verður þá. Ef við miðum við hvernig þetta var gert árið 2009 þegar bóluefni kom gegn heimsfaraldri inflúensu, þá fengu heilbrigðisstarfsmenn fyrstir bóluefni og mikilvægir hópar, löggæslumenn og aðrir, hvort það verði eins upp á teningnum núna er ómögulegt að segja.“ Reiknað er með að hver einstaklingur þurfi tvær bólusetningar. Kostnaðurinn við að bólusetja 20% þjóðar muni nema um 700 milljónum króna. Á upplýsinga fundi almannavarna í dag kom fram að aðeins þau sem eru smituð við komuna til lands munu fá tilkynningu frá almannavörnum. Ef ekki er búið að hafa samband innan sólarhrings þá hefur sýnið verið neikvætt. Tölur um fjölda smitaðra munu hér eftir aðeins birtast á þriðjudögum og föstudögum, en ekki daglega. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Íslendingar verða þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi við þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. Búist er við að einn af hverjum fimm Íslendingum verði bólusettur fyrir lok næsta árs, gangi allt eftir. Verkefnið nefnist COVAX og er leitt af alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Með þátttöku tryggja Íslendingar sér aðgangn að bóluefni. Áttatíu ríki hafa lýst yfir áhuga á þátttöku. Verkfefninu er ætla að styðja við þróun bóluefnis og koma á heildarstýringu við dreifingu á því. „Annars yrði þetta bara fyrstur kemur fyrstur fær. Ég held því að þetta sé mjög lofsvert og fínt framtak,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ekki liggi fyrir hvaða hópar munu hafa forgang í bóluefnið hér á landi. „Það fer eftir því hvernig bóluefnið virkar, hjá hvaða hópum það virkar vel. Það fer eftir hvernig staðan á faraldrinum verður þá. Ef við miðum við hvernig þetta var gert árið 2009 þegar bóluefni kom gegn heimsfaraldri inflúensu, þá fengu heilbrigðisstarfsmenn fyrstir bóluefni og mikilvægir hópar, löggæslumenn og aðrir, hvort það verði eins upp á teningnum núna er ómögulegt að segja.“ Reiknað er með að hver einstaklingur þurfi tvær bólusetningar. Kostnaðurinn við að bólusetja 20% þjóðar muni nema um 700 milljónum króna. Á upplýsinga fundi almannavarna í dag kom fram að aðeins þau sem eru smituð við komuna til lands munu fá tilkynningu frá almannavörnum. Ef ekki er búið að hafa samband innan sólarhrings þá hefur sýnið verið neikvætt. Tölur um fjölda smitaðra munu hér eftir aðeins birtast á þriðjudögum og föstudögum, en ekki daglega.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira