Udinese hélt lífi í toppbaráttunni með sigri á Juventus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2020 19:20 Udinese vann endurkomu sigur á Ítalíumeisturum Juventus á útivelli í dag. Héldu þeir þannig lífi í toppbaráttunni á Ítalíu. Alessandro Sabattini/Getty Images Udinese vann óvænta 2-1 sigur á áttföldum Ítalíumeisturum Juventus í dag. Þar með halda þeir toppbaráttunni þar í landi á lífi en Juventus hefði svo gott sem unnið níunda titilinn í röð með sigri. Matthijs De Ligt kom Juventus yfir með frábæru marki á 42. mínútu og voru meistararnir 1-0 yfir í hálfleik. Í þeim síðari jafnaði Ilija Nestorovksi með frábæru skallamarki á 52. mínútu og það var svo í uppbótartíma sem Seko Fofano tryggði Udinese mjög óvæntan 2-1 sigur. Þar með fór kampavínið aftur í kælinn hjá Juventus en liðið er samt sem áður með níu fingur á titlinum. Liðið er með sex stiga forystu á Atalanta þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Udinese er á sama tíma í 15. sæti með 39 stig, stjö stigum frá fallsæti. Ítalski boltinn Fótbolti
Udinese vann óvænta 2-1 sigur á áttföldum Ítalíumeisturum Juventus í dag. Þar með halda þeir toppbaráttunni þar í landi á lífi en Juventus hefði svo gott sem unnið níunda titilinn í röð með sigri. Matthijs De Ligt kom Juventus yfir með frábæru marki á 42. mínútu og voru meistararnir 1-0 yfir í hálfleik. Í þeim síðari jafnaði Ilija Nestorovksi með frábæru skallamarki á 52. mínútu og það var svo í uppbótartíma sem Seko Fofano tryggði Udinese mjög óvæntan 2-1 sigur. Þar með fór kampavínið aftur í kælinn hjá Juventus en liðið er samt sem áður með níu fingur á titlinum. Liðið er með sex stiga forystu á Atalanta þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Udinese er á sama tíma í 15. sæti með 39 stig, stjö stigum frá fallsæti.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti