Innlent

Einn smitaður við landamærin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skimun á Keflavíkurflugvelli hófst 15. júní.
Skimun á Keflavíkurflugvelli hófst 15. júní. Vísir/vilhelm

Einn var smitaður af kórónuveirunni við landamærin í gær, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Smitið reyndist virkt og viðkomandi því smitandi. Virk smit sem rekja má til útlanda eru nú orðin alls 20 frá því að landamæraskimun hófst um miðjan júní.

Alls voru 2.186 sýni tekin síðasta sólarhringinn en aðeins einu sinni hafa fleiri sýni verið tekin á einum sólarhring frá því að landamæraskimun hófst. Þann 9. júlí voru tekin 2.300 sýni.

Frá og með 15. júní hafa 50.290 einstaklingar farið í sýnatöku við landamæraskimun. Alls eru nú 8 í einangrun á Íslandi, þar af 8 með virk smit, og 78 í sóttkví. Staðfest smit frá upphafi faraldurs eru nú 1.841.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×