Enski boltinn

Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu á Spot

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
image00008.jpeg

Hluti stuðningsmanna Liverpool hér á landi kom saman á Spot í Kópavogi til að fagna því að loksins færi bikarinn á loft. Eflaust voru nær öll öldurhús bæjarins full af Liverpool stuðningsmönnum enda margir hverjir beðið í þrjátíu ár síðan Englandsmeistaratitillinn fór síðast á loft.

Vísir var á staðnum, voru bæði myndir og viðtöl tekin. Hér að neðan má sjá myndir frá herlegheitunum.

Áður en að afhendingu kom þurftu leikmenn Liverpool að leika eitt stykki fótboltaleik gegn Chelsea. Leikurinn var frábær skemmtun en Englandsmeistararnir unnu leikinn 5-3. Það var því mikil gleði - bæði á Anfield sem og Spot - þegar bikarinn fór á loft.


Tengdar fréttir

Markasúpa á Anfield áður en bikarinn fór á loft

Englandsmeistarar Liverpool lögðu Chelsea í ótrúlegum fótboltaleik á Anfield í kvöld. Lokatölur 5-3 en að leik loknum fékk Liverpool loks Englandsmeistaratitilinn í hendurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×