Innlent

Annar þeirra sem biðu í gær reyndist með virkt smit

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Farþegar á Keflavíkurflugvelli.
Farþegar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm

Ekkert jákvætt sýni greindist við kórónuveiruskimun við landamærin í gær. Annar af þeim tveimur sem biðu eftir mótefnamælingu að lokinni skimun í fyrradag reyndist þó með virkt smit, samkvæmt tölum á Covid.is. Virk smit erlendis frá eru því orðin 19 síðan landamæraskimun hófst 15. júní.

Alls hafa 1.840 greinst með veiruna hér á landi frá upphafi faraldurs en átta eru nú í einangrun með virk smit, jafnmargir og í gær. 91 er í sóttkví og fjölgar þar um rúman tug milli daga.

811 sýni voru tekin við landamærin í gær, talsvert færri en í gær. 64 sýni voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×