Steinbergur fær 1,5 milljónir vegna gæsluvarðhalds í „farsakenndu“ fjársvikamáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 13:52 Steinbergur Finnbogason lögmaður sést til hægri á mynd. Hann gengur þar út úr dómsal ásamt skjólstæðingi í ótengdu máli. Vísir/Vilhelm Steinbergi Finnbogasyni lögmanni var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur vegna frelsissviptingar og húsleitar sem hann sætti í tengslum við rannsókn á fjársvikamáli skjólstæðings árið 2016. Steinbergur fór fram á tíu milljón króna bætur frá ríkinu vegna áðurnefndra þvingunarráðstafana. Málinu hefur verið lýst sem „farsakenndu“ en Steinbergur var um tíma grunaður um að hafa verið viðriðinn brot skjólstæðings síns. Málið má rekja til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóresku matvælafyrirtæki. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli fyrirtækjanna og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Fjórir karlmenn og ein kona voru að endingu dæmd fyrir peningaþvætti en dularfullur Nígeríumaður að nafni Sly, sem virðist hafa átt hlut að máli, fannst aldrei. Í dómi segir að Steinbergur hafi verið boðaður af lögreglu á starfsstöð héraðssaksóknara sem skipaður verjandi eins sakborningsins 29. febrúar 2016. Þar var hann sjálfur handtekinn og í kjölfarið gerð húsleit á lögmannsstofu hans og heimili, þar sem lagt var hald á tölvur og gögn. Að kvöldi sama dags var fyrst tekin lögregluskýrsla af Steinbergi og honum þá óumdeilt gerð grein fyrir ástæðu handtökunnar. Steinbergur var færður til skýrslutöku og leiddur fyrir dómara, sem úrskurðaði hann að endingu í gæsluvarðhald. Steinbergur sætti einangrun í fangaklefa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, alls í þrjá sólarhringa og sex klukkustundir. Ríkið hafði þegar fallist á að Steinbergur ætti rétt á miskabótum en greint var á um upphæð þeirra. Þannig taldi ríkið einnig að hann hefði ekki getað sýnt fram á nokkuð fjártjón sitt af málinu. Dómurinn mat það að endingu svo að grunur lögreglu á hendur Steinbergi hefði þegar uppi var staðið verið á veikum grunni reistur og reynst „sérlega afdrifaríkt“ fyrir hann, og ekki síst stöðu hans sem starfandi lögmanns. Miskabætur til handa Steinbergi voru að lokum ákveðnar 1,5 milljónir. Þá féll allur gjafsóknarkostnaður Steinbergs á ríkissjóð, þar með talinn um 2,5 milljóna málflutningsþóknun lögmanns hans. Dómsmál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Steinbergi Finnbogasyni lögmanni var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur vegna frelsissviptingar og húsleitar sem hann sætti í tengslum við rannsókn á fjársvikamáli skjólstæðings árið 2016. Steinbergur fór fram á tíu milljón króna bætur frá ríkinu vegna áðurnefndra þvingunarráðstafana. Málinu hefur verið lýst sem „farsakenndu“ en Steinbergur var um tíma grunaður um að hafa verið viðriðinn brot skjólstæðings síns. Málið má rekja til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóresku matvælafyrirtæki. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli fyrirtækjanna og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Fjórir karlmenn og ein kona voru að endingu dæmd fyrir peningaþvætti en dularfullur Nígeríumaður að nafni Sly, sem virðist hafa átt hlut að máli, fannst aldrei. Í dómi segir að Steinbergur hafi verið boðaður af lögreglu á starfsstöð héraðssaksóknara sem skipaður verjandi eins sakborningsins 29. febrúar 2016. Þar var hann sjálfur handtekinn og í kjölfarið gerð húsleit á lögmannsstofu hans og heimili, þar sem lagt var hald á tölvur og gögn. Að kvöldi sama dags var fyrst tekin lögregluskýrsla af Steinbergi og honum þá óumdeilt gerð grein fyrir ástæðu handtökunnar. Steinbergur var færður til skýrslutöku og leiddur fyrir dómara, sem úrskurðaði hann að endingu í gæsluvarðhald. Steinbergur sætti einangrun í fangaklefa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, alls í þrjá sólarhringa og sex klukkustundir. Ríkið hafði þegar fallist á að Steinbergur ætti rétt á miskabótum en greint var á um upphæð þeirra. Þannig taldi ríkið einnig að hann hefði ekki getað sýnt fram á nokkuð fjártjón sitt af málinu. Dómurinn mat það að endingu svo að grunur lögreglu á hendur Steinbergi hefði þegar uppi var staðið verið á veikum grunni reistur og reynst „sérlega afdrifaríkt“ fyrir hann, og ekki síst stöðu hans sem starfandi lögmanns. Miskabætur til handa Steinbergi voru að lokum ákveðnar 1,5 milljónir. Þá féll allur gjafsóknarkostnaður Steinbergs á ríkissjóð, þar með talinn um 2,5 milljóna málflutningsþóknun lögmanns hans.
Dómsmál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent