Smit með mótefnum ekki lengur talin með í heildarfjölda smita Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 10:20 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Frá og með gærdeginum hafa verið gerðar breytingar á framsetningu gagna frá Sóttvarnalækni á vefnum covid.is. Ekki eru lengur talin með í heildarfjölda smita þau tilvik landamæraskimunar þar sem mótefni hafa mælst gegn veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á covid.is Frá því að skimun hófst á landamærum Íslands hafa upplýsingar um þann fjölda sýna í landamæraskimun sem gefa til kynna að kórónuveiran sé til staðar verið gefnar upp á vefnum. Þeir sem greinst hafa með veiruna hafa verið sendir í mótefnapróf og teljast þeir sem greinast með mótefni í blóði ekki vera lengur veikir af Covid-19 sýkingunni og því ekki smitandi. Átján af þeim 110 einstaklingum sem hafa greinst á landamærunum hafi verið með virk smit en öll jákvæðu sýnin hafa verið skráð sem ný tilvik Covid-19 á Íslandi. Þessu hefur nú verið breytt og eru þeir sem greinast með mótefni nú ekki taldir hafa verið veikir af sjúkdómnum á Íslandi og teljast því ekki til heildarfjölda smitaðra. Þá hefur einnig verið tekið á því að birta tölfræði um fjölda virkra smita síðastliðna fjórtán daga á hverja hundrað þúsund íbúa undir liðnum nýgengni. Slík tölfræði er gefin út af Alþjóðaheilbrigðistofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu og nýta ýmis ríki sér þá tölfræði til þess að ákvarða hvaða ferðalangar þurfa að fara í sóttkví við komuna til þess lands. Til að mynda þurfa Íslendingar sem leggja leið sína til Lettlands eða Eistlands að fara í fjórtán daga sóttkví. Ríkin miða þá ákvörðun sína við það að samkvæmt opinberri tölfræði séu nýgengni smita yfir 16 undanfarnar vikur. Með breytingunum sem gerðar hafa verið verður nýgengni hér á landi einungis 2,54. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Frá og með gærdeginum hafa verið gerðar breytingar á framsetningu gagna frá Sóttvarnalækni á vefnum covid.is. Ekki eru lengur talin með í heildarfjölda smita þau tilvik landamæraskimunar þar sem mótefni hafa mælst gegn veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á covid.is Frá því að skimun hófst á landamærum Íslands hafa upplýsingar um þann fjölda sýna í landamæraskimun sem gefa til kynna að kórónuveiran sé til staðar verið gefnar upp á vefnum. Þeir sem greinst hafa með veiruna hafa verið sendir í mótefnapróf og teljast þeir sem greinast með mótefni í blóði ekki vera lengur veikir af Covid-19 sýkingunni og því ekki smitandi. Átján af þeim 110 einstaklingum sem hafa greinst á landamærunum hafi verið með virk smit en öll jákvæðu sýnin hafa verið skráð sem ný tilvik Covid-19 á Íslandi. Þessu hefur nú verið breytt og eru þeir sem greinast með mótefni nú ekki taldir hafa verið veikir af sjúkdómnum á Íslandi og teljast því ekki til heildarfjölda smitaðra. Þá hefur einnig verið tekið á því að birta tölfræði um fjölda virkra smita síðastliðna fjórtán daga á hverja hundrað þúsund íbúa undir liðnum nýgengni. Slík tölfræði er gefin út af Alþjóðaheilbrigðistofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu og nýta ýmis ríki sér þá tölfræði til þess að ákvarða hvaða ferðalangar þurfa að fara í sóttkví við komuna til þess lands. Til að mynda þurfa Íslendingar sem leggja leið sína til Lettlands eða Eistlands að fara í fjórtán daga sóttkví. Ríkin miða þá ákvörðun sína við það að samkvæmt opinberri tölfræði séu nýgengni smita yfir 16 undanfarnar vikur. Með breytingunum sem gerðar hafa verið verður nýgengni hér á landi einungis 2,54.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira