Icelandair vill semja við alla á næstu tíu dögum Stefán Ó. Jónsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. júlí 2020 06:42 Flugvél Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Gunnarsson Icelandair stefnir að því að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Þetta segir Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs félagsins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir horft til þess að semja við lánardrottna um lækkun afborgana en að auki sé rætt við stjórnvöld um skilmála lánalínu til þrautavara, ef fyrirhugað hlutafjárútboð dugir ekki til að bjarga félaginu. Eva segir að lánardrottnarnir sem Icelandair hafi átt í viðræðum við séu fimmtán talsins en um er að ræða leigusala, færsluhirða, lánveitendur og mótaðila vegna olíuvarna, að því er segir í blaðinu. Icelandair hefur náð samkomulagi við flugstéttir og flugvirkja um kjaraskerðingu, sem félagið sagðist vilja landa fyrir hlutafjárútboðið. Nýr kjarasamningur Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags, kynntur flugfreyjum í gær og félagsmenn greiða atkvæði um hann síðar í vikunni. Hlutabréfaverð í Icelandair hækkaði um næstum 9 prósent í Kauphöllinni í gær eftir að samningurinn við flugfreyjur lá fyrir. Virði félagsins er þó vart svipur hjá sjón, en hlutabréfaverð Icelandair í dag er einn áttundi af því sem það var fyrir tveimur árum síðan og einn tuttugasti af genginu í apríl 2016. Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vinna fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54 Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Norskur flugrekstrarsérfræðingur telur að íslenska ríkið muni þurfa að eignast hlut í Icelandair. 20. júlí 2020 21:09 Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Icelandair stefnir að því að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Þetta segir Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs félagsins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir horft til þess að semja við lánardrottna um lækkun afborgana en að auki sé rætt við stjórnvöld um skilmála lánalínu til þrautavara, ef fyrirhugað hlutafjárútboð dugir ekki til að bjarga félaginu. Eva segir að lánardrottnarnir sem Icelandair hafi átt í viðræðum við séu fimmtán talsins en um er að ræða leigusala, færsluhirða, lánveitendur og mótaðila vegna olíuvarna, að því er segir í blaðinu. Icelandair hefur náð samkomulagi við flugstéttir og flugvirkja um kjaraskerðingu, sem félagið sagðist vilja landa fyrir hlutafjárútboðið. Nýr kjarasamningur Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags, kynntur flugfreyjum í gær og félagsmenn greiða atkvæði um hann síðar í vikunni. Hlutabréfaverð í Icelandair hækkaði um næstum 9 prósent í Kauphöllinni í gær eftir að samningurinn við flugfreyjur lá fyrir. Virði félagsins er þó vart svipur hjá sjón, en hlutabréfaverð Icelandair í dag er einn áttundi af því sem það var fyrir tveimur árum síðan og einn tuttugasti af genginu í apríl 2016.
Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vinna fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54 Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Norskur flugrekstrarsérfræðingur telur að íslenska ríkið muni þurfa að eignast hlut í Icelandair. 20. júlí 2020 21:09 Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Vinna fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54
Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Norskur flugrekstrarsérfræðingur telur að íslenska ríkið muni þurfa að eignast hlut í Icelandair. 20. júlí 2020 21:09
Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29