Danir toppa Norðmenn með lagningu lengsta sæstrengs heims til Bretlands Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2020 23:42 Frá lagningu North Sea Link-sæstrengsins milli Noregs og Bretlands. Hann á að vera tilbúinn á næsta ári. Mynd/National Grid. Lagning lengsta raforkusæstrengs heims stendur nú yfir milli Noregs og Bretlands. Sá strengur mun þó ekki lengi halda metinu því núna í júlímánuði hófust framkvæmdir við streng milli Danmerkur og Bretlands, sem ætlað er að verða ennþá lengri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Strengurinn sem verið er að leggja milli Noregs og Bretlands kallast North Sea Link og verður sá lengsti í heimi þegar hann verður tilbúinn árið 2021 eða 720 kílómetra langur. Lagning hans er samstarfsverkefni hins breska National Grid og hins norska Statnet, sem gegna sama hlutverki og hið íslenska Landsnet. Norðursjávarstrengurinn er lagður milli Kvilldal norðan Stafangurs og Blyth í Northumberland, við mörk Englands og Skotlands. En núna eru hafnar framkvæmdir við enn lengri streng, milli Bretlands og Danmerkur, sem kallast Viking Link. Hann á að vera tilbúinn árið 2023, verður 765 kílómetra langur og er samstarfsverkefni National Grid og hins danska Energinet. Verkið hófst með gerð spennistöðvar í Lincolnshire í Englandi fyrr í mánuðinum en þaðan mun strengurinn liggja til bæjarins Revsing á Suður-Jótlandi. Báðum strengjum er ætlað að flytja allt að 1.400 megavött eða sem nemur tvöfaldri framleiðslugetu Kárahnjúkavirkjunar. Áætlað er að lagning hvors strengs um sig kosti um 300 milljarða króna. Hér má sjá lengd hugsanlegs raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands í samanburði við strengina til Noregs og Danmerkur.Stöð 2/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir. Til samanburðar má geta þess að í umræðum um sæstreng milli Íslands og Bretlands hefur verið miðað við að hann yrði um 1.200 kílómetra langur. Hinir norrænu strengirnir yrðu þannig um eða yfir 60 prósent af lengd hugsanlegs strengs til Íslands. Hugmyndafræðin að baki strengnum milli Bretlands og Danmerkur er einkum sú að nýta vindorkuna sem best. Þegar blási í Danmörku sé oft lygnara í Englandi og öfugt. Þegar vindmyllurnar snúist á fullu í Danmörku flytji strengurinn umframorku til Bretlands. Dæmið snúist svo við þegar hvassara sé Englandsmegin. Þótt Norðmenn séu fyrst og fremst orkuseljendur sjá þeir einnig fyrir sér að kaupa rafmagn til baka frá Bretlandi. Þannig geti þeir nýtt afgangsorku frá breskum vindmyllum, til dæmis á nóttunni, og sparað uppistöðulón vatnsaflsvirkjana á meðan. Á heimasíðu Viking Link-verkefnisins kemur fram að tilgangurinn með lagningu sæstrengsins sé að tengja raforkukerfi Bretlands og Danmerkur og treysta með því raforkuöryggi. Strengurinn muni auka framboð raforku í báðum löndum, draga úr sveiflum vegna vindorku, stuðla að betri orkunýtingu og þjóna þannig loftlagsmarkmiðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Landsvirkjun Noregur Danmörk Bretland Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lagning lengsta raforkusæstrengs heims stendur nú yfir milli Noregs og Bretlands. Sá strengur mun þó ekki lengi halda metinu því núna í júlímánuði hófust framkvæmdir við streng milli Danmerkur og Bretlands, sem ætlað er að verða ennþá lengri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Strengurinn sem verið er að leggja milli Noregs og Bretlands kallast North Sea Link og verður sá lengsti í heimi þegar hann verður tilbúinn árið 2021 eða 720 kílómetra langur. Lagning hans er samstarfsverkefni hins breska National Grid og hins norska Statnet, sem gegna sama hlutverki og hið íslenska Landsnet. Norðursjávarstrengurinn er lagður milli Kvilldal norðan Stafangurs og Blyth í Northumberland, við mörk Englands og Skotlands. En núna eru hafnar framkvæmdir við enn lengri streng, milli Bretlands og Danmerkur, sem kallast Viking Link. Hann á að vera tilbúinn árið 2023, verður 765 kílómetra langur og er samstarfsverkefni National Grid og hins danska Energinet. Verkið hófst með gerð spennistöðvar í Lincolnshire í Englandi fyrr í mánuðinum en þaðan mun strengurinn liggja til bæjarins Revsing á Suður-Jótlandi. Báðum strengjum er ætlað að flytja allt að 1.400 megavött eða sem nemur tvöfaldri framleiðslugetu Kárahnjúkavirkjunar. Áætlað er að lagning hvors strengs um sig kosti um 300 milljarða króna. Hér má sjá lengd hugsanlegs raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands í samanburði við strengina til Noregs og Danmerkur.Stöð 2/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir. Til samanburðar má geta þess að í umræðum um sæstreng milli Íslands og Bretlands hefur verið miðað við að hann yrði um 1.200 kílómetra langur. Hinir norrænu strengirnir yrðu þannig um eða yfir 60 prósent af lengd hugsanlegs strengs til Íslands. Hugmyndafræðin að baki strengnum milli Bretlands og Danmerkur er einkum sú að nýta vindorkuna sem best. Þegar blási í Danmörku sé oft lygnara í Englandi og öfugt. Þegar vindmyllurnar snúist á fullu í Danmörku flytji strengurinn umframorku til Bretlands. Dæmið snúist svo við þegar hvassara sé Englandsmegin. Þótt Norðmenn séu fyrst og fremst orkuseljendur sjá þeir einnig fyrir sér að kaupa rafmagn til baka frá Bretlandi. Þannig geti þeir nýtt afgangsorku frá breskum vindmyllum, til dæmis á nóttunni, og sparað uppistöðulón vatnsaflsvirkjana á meðan. Á heimasíðu Viking Link-verkefnisins kemur fram að tilgangurinn með lagningu sæstrengsins sé að tengja raforkukerfi Bretlands og Danmerkur og treysta með því raforkuöryggi. Strengurinn muni auka framboð raforku í báðum löndum, draga úr sveiflum vegna vindorku, stuðla að betri orkunýtingu og þjóna þannig loftlagsmarkmiðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Landsvirkjun Noregur Danmörk Bretland Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira