Pílagrímar gengu 120 kílómetra leið í Skálholt á Skálholtshátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2020 19:30 Skálholtshátíð lauk í dag með hátíðarmessum í kirkjunni og þegar pílagrímar komu gangandi til messu en þeir sem gengu lengst gengu 120 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði í Skálholt. Þetta var tíunda árið í röð sem pílagrímsganga er gengin í tengslum við Skálholtshátíð. Margir tóku þátt í göngunni núna, sem tókst prýðisvel. Elínborg Sturludóttir, prestur í dómkirkjunni leiddi gönguna en hún ásamt nokkrum öðrum gengu lengst, eða 160 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði og í Skálholt. Skálholtshátíð er haldin ár hvert sem næst Þorláksmessu á sumar sem er 20. júlí og helguð minningu Þorláks helga Þórhallssonar, verndardýrlings Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er Skálholtshátíð og hvers konar hátíð er það? „Það er stóra hátíðin í Skálholdsumdæmi, umdæmið er stórt, allt Ísland nema Norður og Austurland. Hátíðni er haldin á hverju ári nálægt Þorláksmessu á sumri, sem er 20. júlí og það rekur sig aftur til 1198 þannig að þetta er dálítið gamalt,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup var glaður í bragði í dag enda lék veðrið við gesti Skálholtshátíðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölmargir prestar tóku þátt í hátíðarmessunni með allskonar innleggi og Skálholtskórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Biskup Íslands tók að sjálfsögðu líka þátt í messunni. En hvernig er staðan á íslensku þjóðinni í dag að mati Kristjáns varðandi trúnna, erum við alltaf að verða meira og meira trúuð eða erum við að verða meiri trúleysingjar? „Það er eitt í því, það hefur reynt á trúnna í faraldrinum og jafnvel í einsemdinni og samstöðunni og þar hafa menn ekki misst vonar, það er svo gríðarlega mikilvægt.“ Frú Agnes M. Sigurðardóttir , biskup Íslands í Skálholti í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í aðdraganda hátíðarinnar eru alltaf farnar pílagrímagöngur allt frá Bæ í Borgarfirði, frá Þingvöllum og frá Bræðratungukirkju og var sú síðastnefnda vera helguð Ragnheiði Brynjólfsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var vegalengdin sem hópurinn gekk sögð 160 kílómetrar. Þetta hefur verið leiðrétt. Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Menning Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Skálholtshátíð lauk í dag með hátíðarmessum í kirkjunni og þegar pílagrímar komu gangandi til messu en þeir sem gengu lengst gengu 120 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði í Skálholt. Þetta var tíunda árið í röð sem pílagrímsganga er gengin í tengslum við Skálholtshátíð. Margir tóku þátt í göngunni núna, sem tókst prýðisvel. Elínborg Sturludóttir, prestur í dómkirkjunni leiddi gönguna en hún ásamt nokkrum öðrum gengu lengst, eða 160 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði og í Skálholt. Skálholtshátíð er haldin ár hvert sem næst Þorláksmessu á sumar sem er 20. júlí og helguð minningu Þorláks helga Þórhallssonar, verndardýrlings Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er Skálholtshátíð og hvers konar hátíð er það? „Það er stóra hátíðin í Skálholdsumdæmi, umdæmið er stórt, allt Ísland nema Norður og Austurland. Hátíðni er haldin á hverju ári nálægt Þorláksmessu á sumri, sem er 20. júlí og það rekur sig aftur til 1198 þannig að þetta er dálítið gamalt,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup var glaður í bragði í dag enda lék veðrið við gesti Skálholtshátíðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölmargir prestar tóku þátt í hátíðarmessunni með allskonar innleggi og Skálholtskórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Biskup Íslands tók að sjálfsögðu líka þátt í messunni. En hvernig er staðan á íslensku þjóðinni í dag að mati Kristjáns varðandi trúnna, erum við alltaf að verða meira og meira trúuð eða erum við að verða meiri trúleysingjar? „Það er eitt í því, það hefur reynt á trúnna í faraldrinum og jafnvel í einsemdinni og samstöðunni og þar hafa menn ekki misst vonar, það er svo gríðarlega mikilvægt.“ Frú Agnes M. Sigurðardóttir , biskup Íslands í Skálholti í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í aðdraganda hátíðarinnar eru alltaf farnar pílagrímagöngur allt frá Bæ í Borgarfirði, frá Þingvöllum og frá Bræðratungukirkju og var sú síðastnefnda vera helguð Ragnheiði Brynjólfsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var vegalengdin sem hópurinn gekk sögð 160 kílómetrar. Þetta hefur verið leiðrétt.
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Menning Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira