Fótbolti

Dagskráin í dag: Damallsvenskan og toppslagur í Serie A

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gummi Ben verður með einvalalið sérfræðinga með sér í Stúkunni í sumar.
Gummi Ben verður með einvalalið sérfræðinga með sér í Stúkunni í sumar. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag þar sem fótboltinn verður í fyrirrúmi. Bæði í kvennaflokki og karlaflokki.

Sýnt verður beint frá leik Kopparbergs/Göteborg og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en tvær íslenskar knattspyrnukonur eru á mála hjá síðarnefnda liðinu; þær Guðrún Arnardóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Guðbjörg hefur ekki leikið það sem af er tímabili en hún er að koma til baka eftir barnsburð. Guðrún hefur spilað þrjá af fyrstu fjórum leikjum liðsins í deildinni en liðið hefur fjögur stig eftir fjórar umferðir. Kopparbergs/Göteborg hins vegar taplaust í fyrstu fjórum leikjunum, með alls 10 stig.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður á Stöð 2 Sport.

Klukkan 19:45 er svo komið að stórleik í ítölsku úrvalsdeildinni þar sem topplið Juventus fær Lazio í heimsókn en Juventus stefnir hraðbyri á enn einn meistaratitilinn á Ítalíu á meðan Lazio, í 4.sæti, á enn veika von um að ná toppsætinu.

Þá verður 7.umferð Pepsi Max deildarinnar gerð upp í Stúkunni hjá Gumma Ben og félögum klukkan 21:15.

Smelltu hér til að skoða dagskrána í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×