Íslenski boltinn

Annað jafntefli Eyjamanna í röð - Vestri hafði betur í nýliðaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þórsarar gerðu jafntefli við ÍBV fyrir norðan.
Þórsarar gerðu jafntefli við ÍBV fyrir norðan. Heimasíða Þórs/Páll Jóhannesson

Tvær landsbyggðaorrustur fóru fram í Lengjudeild karla í dag þar sem Þór fékk ÍBV í heimsókn á Þórsvöll á Akureyri á meðan Vestri var í heimsókn hjá Leikni F. í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði.

Fyrri hálfleikur var markalaus á Akureyri en síðari hálfleikurinn byrjaði með látum því Bjarni Ólafur Eiríksson kom gestunum yfir með skallamarki á 51.mínútu. Þórsarar voru ekki lengi undir því þeir jöfnuðu metin á 55.mínútu. Þar var að verki Alvaro Montejo með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Bjarni Ólafur braut á Montejo.

Eyjamenn enn taplausir á toppi deildarinnar en þetta var annað jafntefli þeirra í röð og hafa þeir 14 stig á toppi deildarinnar. Þórsarar með fjórum stigum minna í 5.sæti deildarinnar.

Fyrir austan voru það vestanmenn sem reyndust sterkari í nýliðaslagnum en þar gerði Viktor Júlíusson eina mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik. Lokatölur 0-1 fyrir Vestra sem eru með 10 stig eftir sex leiki en Leiknir F. er með 6 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×