„Okkur hafði lengið langað að koma til Íslands. Nú er Ísland eitt af öruggustu löndunum“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2020 20:05 Á miðnætti sem leið gátu farþegar frá fjórum löndum til viðbótar komið til landsins án þess að þurfa að fara í skimun eða sóttkví. Hátt í 2.500 manns komu til landsins í dag með 17 flugvélum. Farþegar sögðust glaðir að vera komnir í eitt af öruggustu löndunum. Danmörk, Noregur, Finnland og Þýskaland hafa bæst á listann yfir örugg lönd. Af þeim 17 flugvélum sem komu til Keflavíkurflugvallar í dag komu sjö þeirra frá löndum sem ekki teljast örugg vegna kórónuveirunnar. Hátt í 2.500 farþegar ferðuðust með þessum vélum, og því um einn annasamast daginn á flugvellinum frá því ferðatakmarkanir voru rýmkaðar. „Það er mjög öruggt núna,“ sagði Carmen Alvare við komuna til landsins. Hún kom hingað til lands frá Þýskalandi ásamt manni sínum Daniel Esteban. „Okkur hafði lengið langað að koma til Íslands. Nú er Ísland eitt af öruggustu löndunum,“ sagði Daniel. „Ég óttast ekki veiruna en við ætlum okkur að fara varlega og snerta ekkert að óþörfu,“ sagði Julia Kramer þegar hún kom til landsins frá Þýskalandi. „Við erum glaðir að vera hér í viku. Að fá að vera úti í náttúrunni, næra sálina og veiða,“ sagði Wolfram Hopper frá Þýskalandi. „Ég hafði hugsað mér að fara til Íslands í fjölda ára. Í ár var heldur betur gott tækifæri til að koma,“ sagði Jens Kawheg frá Þýskalandi. Icelandair segir fjölda farþega hafa farið stigvaxandi undanfarnar vikur. Samsetning farþega sé mjög fjölbreytt. „Samkvæmt könnunum um borð í vélunum hjá okkur þá virðist vera mikið fólk sem er að heimsækja vini og vandamenn,“ sagði Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður flugvallarsviðs Icelandair. Umferðin er mun meiri til Íslands en frá landinu. „Traffíkin er mikið meiri til landsins en frá. Við erum að sjá Íslendinga leita til Kaupmannahafnar og Billund.“ Farþegar virðast einnig taka vel í sóttvarnarástafanir og bera flestir grímur glaðir. „Við þó tökum tillit til þess ef farþegar geta ekki borið grímur vegna heilsufarsástæðna, en það er metið eftir hverju tilfelli fyrir sig.“ Keflavíkurflugvöllur Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Á miðnætti sem leið gátu farþegar frá fjórum löndum til viðbótar komið til landsins án þess að þurfa að fara í skimun eða sóttkví. Hátt í 2.500 manns komu til landsins í dag með 17 flugvélum. Farþegar sögðust glaðir að vera komnir í eitt af öruggustu löndunum. Danmörk, Noregur, Finnland og Þýskaland hafa bæst á listann yfir örugg lönd. Af þeim 17 flugvélum sem komu til Keflavíkurflugvallar í dag komu sjö þeirra frá löndum sem ekki teljast örugg vegna kórónuveirunnar. Hátt í 2.500 farþegar ferðuðust með þessum vélum, og því um einn annasamast daginn á flugvellinum frá því ferðatakmarkanir voru rýmkaðar. „Það er mjög öruggt núna,“ sagði Carmen Alvare við komuna til landsins. Hún kom hingað til lands frá Þýskalandi ásamt manni sínum Daniel Esteban. „Okkur hafði lengið langað að koma til Íslands. Nú er Ísland eitt af öruggustu löndunum,“ sagði Daniel. „Ég óttast ekki veiruna en við ætlum okkur að fara varlega og snerta ekkert að óþörfu,“ sagði Julia Kramer þegar hún kom til landsins frá Þýskalandi. „Við erum glaðir að vera hér í viku. Að fá að vera úti í náttúrunni, næra sálina og veiða,“ sagði Wolfram Hopper frá Þýskalandi. „Ég hafði hugsað mér að fara til Íslands í fjölda ára. Í ár var heldur betur gott tækifæri til að koma,“ sagði Jens Kawheg frá Þýskalandi. Icelandair segir fjölda farþega hafa farið stigvaxandi undanfarnar vikur. Samsetning farþega sé mjög fjölbreytt. „Samkvæmt könnunum um borð í vélunum hjá okkur þá virðist vera mikið fólk sem er að heimsækja vini og vandamenn,“ sagði Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður flugvallarsviðs Icelandair. Umferðin er mun meiri til Íslands en frá landinu. „Traffíkin er mikið meiri til landsins en frá. Við erum að sjá Íslendinga leita til Kaupmannahafnar og Billund.“ Farþegar virðast einnig taka vel í sóttvarnarástafanir og bera flestir grímur glaðir. „Við þó tökum tillit til þess ef farþegar geta ekki borið grímur vegna heilsufarsástæðna, en það er metið eftir hverju tilfelli fyrir sig.“
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira