Heimilisofbeldismálum fjölgar um 30 prósent: Þolendur fallið fyrir eigin hendi á síðustu mánuðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júlí 2020 20:20 Nokkur dæmi eru um að fólk sem hafði leitað sér aðstoðar vegna heimilisofbeldisins hafi svipt sig lífi eða gert tilraun til þess á síðustu mánuðum. 390 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis á árinu en það er 30 prósent aukning frá því í fyrra. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á milli ára samkvæmt nýrri afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna starfsmenn vel fyrir aukningunni „Við erum að sjá fyrstu sex mánuðina alveg níutíu fleiri manneskjur sem hafa sótt þjónustuna hér. Það voru 306 sem komu til okkar fyrstu sex mánuðina árið 2019 og 390 voru komin núna fyrstu sex mánuðina,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnisstjóri Bjarkarhlíðar. Umræðan um hættuna á að heimilisofbeldi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif. „Ég held að Covid tíminn hafi verið gríðarlega erfiður fyrir marga. Við sjáum það á fyrirspurnum til okkar og eftir að við fórum að geta hitt fólk aftur hvað er búið að vera ofboðslega mikið að gera hjá okkur,“ segir Ragna. „Við erum að sjá töluvert þung mál þar sem fólk er í mikilli vanlíðan og oft búið að vera í langan tíma.“ Afleiðingarnar geti verið mjög slæmar. „Verstu afleiðingarnar gerðust þarna í byrjun Covid þegar við sáum tvö mannlíf tekin, tvær konur sem létust vegna heimilisofbeldis. En það er líka helmingurinn af þeim sem kemur til okkar segir okkur frá því að þeir hafi hugsað að taka sitt líf eða gert tilraunir til þess og við vitum til þess á síðustu mánuðum að slíkt hafi gerst sem er gríðarlega alvarlegt og sorglegt,“ segir Ragna. Eru þetta mörg tilfelli? „Þetta eru nokkur tilvik,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Heimilisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Nokkur dæmi eru um að fólk sem hafði leitað sér aðstoðar vegna heimilisofbeldisins hafi svipt sig lífi eða gert tilraun til þess á síðustu mánuðum. 390 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis á árinu en það er 30 prósent aukning frá því í fyrra. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á milli ára samkvæmt nýrri afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna starfsmenn vel fyrir aukningunni „Við erum að sjá fyrstu sex mánuðina alveg níutíu fleiri manneskjur sem hafa sótt þjónustuna hér. Það voru 306 sem komu til okkar fyrstu sex mánuðina árið 2019 og 390 voru komin núna fyrstu sex mánuðina,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnisstjóri Bjarkarhlíðar. Umræðan um hættuna á að heimilisofbeldi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif. „Ég held að Covid tíminn hafi verið gríðarlega erfiður fyrir marga. Við sjáum það á fyrirspurnum til okkar og eftir að við fórum að geta hitt fólk aftur hvað er búið að vera ofboðslega mikið að gera hjá okkur,“ segir Ragna. „Við erum að sjá töluvert þung mál þar sem fólk er í mikilli vanlíðan og oft búið að vera í langan tíma.“ Afleiðingarnar geti verið mjög slæmar. „Verstu afleiðingarnar gerðust þarna í byrjun Covid þegar við sáum tvö mannlíf tekin, tvær konur sem létust vegna heimilisofbeldis. En það er líka helmingurinn af þeim sem kemur til okkar segir okkur frá því að þeir hafi hugsað að taka sitt líf eða gert tilraunir til þess og við vitum til þess á síðustu mánuðum að slíkt hafi gerst sem er gríðarlega alvarlegt og sorglegt,“ segir Ragna. Eru þetta mörg tilfelli? „Þetta eru nokkur tilvik,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Heimilisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira